Tillögur um 2,6 milljarða aukin útgjöld

Á Alþingi.
Á Alþingi. mbl.is/Sverrir

Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til fyrir lokaumræðuna um fjárlagafrumvarpið á morgun, að útgjöld ríkisins aukist um 2,6 milljarða króna á næsta ári umfram það sem áður hafði verið gert ráð fyrir. Tengjast þau útgjöld að hluta áformum, sem ríkisstjórnin kynnti í síðustu viku um að bæta hag aldraðra og öryrkja.

Einnig er gert ráð fyrir 1210 milljóna króna tímabundnu framlagi til að mæta kostnaði við rekstur og umsjón með fyrrum varnarsvæði við Keflavíkurflugvöll og er það til viðbótar 280 milljóna framlagi sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Þar er aðallega um að ræða útgjöld í tengslum við hreinsun svæðisins og lagfæringar og breytingar á fasteignum til að koma þeim í söluhæfara ástand.

Miðað við þessar tillögur er nú gert ráð fyrir að útgjöld ríkisins verði 434 milljarðar króna á næsta ári og að tekjuafgangur verði 39,2 milljarðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert