Skautsmiðjan tilbúin

Framkvæmdir við byggingu álvers Alcoa Fjarðaáls eru nú á seinni stigum. Undanfarið hafa ýmsar forprófanir farið fram í spennistöð og straumi verið hleypt tímabundið á raflínur í tilraunaskyni.

Við lofthreinsivirki er verið að ljúka við að koma fyrir köplum og fyrstu tveir af sex hlutum virkisins þegar verið afhentir undirbúningsteymi Alcoa. Á næstu vikum verða síðan hinir 4 hlutarnir afhentir. Í steypuskála er verið að ljúka við að steypa gólf, setja saman álsteypuvélar og tengja litla spennistöð við steypuskálann. Stefnt er á að búið verði að klæða steypuskálann utan seint í mars.

Afhenda skautsmiðju í vikunni

Í vikunni verður rafstraumi hleypt á skautsmiðju álversins og hún afhent Alcoa. Á næstu dögum mun framkvæmdum við allt flutningskerfi súráls, þ.e. allt frá bryggjunni og í súrálsgeyminn, ljúka. Undirbúningsteymi Alcoa hefur tekið við fyrstu 22 kerunum í kerskálanum, en enn er verið að setja ker niður í þeim báðum. Í þessari viku lýkur öllum framkvæmdum í fyrstu fjórðungum þeirra. Vinna fyrirtækisins Atafls við skrifstofubyggingu Alcoa gengur vel og áætlað er að fyrsti hluti byggingarinnar verði afhentur undirbúningsteymi Alcoa um miðjan mars.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert