Hæstiréttur ógildir úrskurð umhverfisráðherra um að álver Alcoa þurfi ekki í umhverfismat

Verið er að byggja álver Alcoa í Reyðarfirði.
Verið er að byggja álver Alcoa í Reyðarfirði. mbl.is/Steinunn

Hæstiréttur hefur staðfest þá niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að ógilda úrskurð umhverfisráðherra, sem staðfesti í apríl árið 2003 þá ákvörðun Skipulagsstofnunar að 322 þúsund tonna álver Alcoa í Reyðarfirði þyrfti ekki að fara í umhverfismat.

Hæstiréttur vísaði hins vegar frá dómi kröfum Hjörleifs Guttormssonar um að ákvörðun Umhverfisstofnunar um útgáfu starfsleyfis álversins yrði ógilt og einnig var hafnað kröfu Hjörleifs að sú ákvörðun umhverfisráðherra yrði ógilt að vísa frá kæru Hjörleifs varðandi ákvörðun Umhverfisstofnunar um starfsleyfið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert