„Sé ekki betur en álverið sé komið á byrjunarreit“

Frá framkvæmdum í Reyðarfirði.
Frá framkvæmdum í Reyðarfirði.

„Þetta er mjög merkileg niðurstaða og stórtíðindi sem í henni felast, ég sé ekki betur en að álverið á Reyðarfirði sé þar með komið á byrjunarreit,“ segir Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra, um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í dag um fyrirhugað álver á Reyðarfirði.

Dómurinn ómerkti, að kröfu Hjörleifs, úrskurð umhverfisráðherra frá 15. apríl 2003, þar sem staðfest var ákvörðun Skipulagsstofnunar 20. desember 2002 um að álver fyrir allt að 322 þúsund tonna ársframleiðslu þyrfti ekki að sæta umhverfismati. Dómurinn vísaði frá þremur kröfum Hjörleifs af fjórum.

„Þetta er mikill áfellisdómur yfir niðurstöðu Skipulagstofnunar 20. desember og staðfestingu umhverfisráðherra 15. apríl 2003. Þetta er vandaður dómur, skýr og ótvíræður sem setur málið í nýja stöðu. Nú er eftir að sjá hvernig gagnaðilinn bregst við,“ sagði Hjörleifur í samtali við fréttavef Morgunblaðsins.

„Lögmaður minn, Atli Gíslason, hefur unnið þarna gott starf og þarna er kominn endapunktur á löngu ferli þar sem ég hef reynt að fá efnislega eðlileg vinnubrögð inn í þetta stóra mál, sem hefur því miður einkennst af ótrúlegu óðagoti og mjög hæpnum aðgerðum að hálfu stjórnvalda, einhver myndi kannski vilja kalla það valdníðslu.“

Frá framkvæmdum við fyrirhugað álver í Reyðarfirði.
Frá framkvæmdum við fyrirhugað álver í Reyðarfirði.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert