Alcoa-mönnum fagnað við komuna til Egilsstaða

Forstjóri Alcoa tók á móti blómvendi frá Ástu Maríu og …
Forstjóri Alcoa tók á móti blómvendi frá Ástu Maríu og Stefaníu Sturludætrum. mbl.is/Ólafía Herborg

Alain J.P. Belda, stjórnarformanni og forstjóra bandaríska fyrirtækisins Alcoa var fagnað við komuna til Egilsstaða í morgun en þota fyrirtækisins lenti á flugvellinum þar rétt fyrir kl. tíu. Samningar um byggingu 322.000 tonna álvers Alcoa í Reyðarfirði verða undirritaðir eystra í dag. Með Belda í för var meðal annarra Jake Siewert, aðaltalsmaður Alcoa.

Alcoa-mönnum var fagnað af tveimur ungum stúlkum þeim Stefaníu og Ástu Maríu Sturludætrum sem færðu þeim með blómvendi. Þær systur voru klæddar íslenska þjóðbúningnum og fengu að gjöf Alcao-boli frá forstjóranum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert