Flaggar fána Alcoa í dag

Sigtryggur Hreggviðsson (t.v.) og Þorvaldur Einarsson halda á milli sín …
Sigtryggur Hreggviðsson (t.v.) og Þorvaldur Einarsson halda á milli sín fána Alcoa sem verður flaggað í dag. mbl.is/Helgi Garðarsson

Sigtryggur Hreggviðsson, góðborgari á Eskifirði, ætlar að draga fána bandaríska álfyrirtækisins Alcoa að húni í dag vegna væntanlegs samþykkis stjórnar fyrirtækisins fyrir byggingu álvers í Reyðarfirði.

Einn af forstjórum Alcoa heimsótti Austurland í haust og þá nefndi Sigtryggur hvort ekki væri mögulegt að fá fána fyrirtækisins afhentan. "Þeir fögnuðu þessari hugmynd. Ég fékk hann síðan sendan að ég held alla leið frá Ástralíu," segir Sigtryggur.

Þau boð hafa verið látin út ganga meðal íbúa Fjarðabyggðar að safnast saman til fagnaðar í Reyðarfirði í kvöld. Ef leyfi fæst stendur til að hafa flugeldasýningu fyrir ofan bæinn og draga fána að húni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert