Ákvarðana Alcoa og Landsvirkunar að vænta í dag

Ákvarðana er að vænta síðdegis í dag frá Landsvirkjun og Alcoa um hvort skrifað verði undir samninga vegna álvers í Reyðarfirði og Kárahnjúkavirkjunar. Stjórn Alcoa kom saman til reglubundins fundar í New York í gær og stjórn Landsvirkjunar fundar í dag í höfuðstöðvum fyrirtækisins.

Tímaáætlun Kárahnjúkavirkjunar er á þá leið að orkusamningur milli Landsvirkjunar og Alcoa var áritaður í síðasta mánuði og arðsemismat kynnt. Verði niðurstaða eigenda fyrirtækjanna jákvæð í dag er stefnt að undirritun orkusamningsins í byrjun febrúar næstkomandi. Samkvæmt orkusamningnum er miðað við að afhenda orku á fyrstu ker álvers Alcoa í Reyðarfirði vorið 2007.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert