Samningaviðræðum við Alcoa lokið

Samninganefndir bandaríska álrisans Alcoa og Íslendinga hafa komist að niðurstöðu um samningatexta sem þær leggja nú fyrir umbjóðendur sína, að því er fram kom í fréttum RÚV. Engin ágreiningsefni standa eftir og fara bandarísku samninganefndarmennirnir til síns heima síðdegis í dag, eftir snarpa viðræðulotu síðustu daga. Stefnt er að undirritun samninganna í byrjun næsta árs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert