Bjartsýni fyrir austan

"Jú, það er mjög gott hljóð í mér á þessum morgni," sagði Smári Geirsson, formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, að lokinni undirritun viljayfirlýsingarinnar í gær.

"Og hljóðið í Austfirðingum er líka afskaplega gott og þar ríkir bjartsýni, menn eru bæði brattir og ánægðir."

Smári segir að atburðarásin hafi verið ótrúlega hröð: "það eru ekki liðnir fjórir mánuðir frá því að kom yfirlýsing frá Norðmönnum þess efnis að þeir myndu ekki geta staðið við tímasetningar. Og það voru ansi margir sem spáðu því þá að það myndi ekkert gerast í álmálum næstu árin.

Smári segir að menn sýni alvöruna í verki með því að ákveða að fara í framkvæmdir strax í sumar og haust. "Þá alvöru má einnig heyra og skynja af málflutningi aðstoðarforstjóra Alcoa; hann lítur svo á að verkefnið sé hafið og hann talar miklu ákveðnara um verkefnið en við, mér liggur við að segja, þorum að gera."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert