"Ótrúleg breyting á svo skömmum tíma"

Undirbúningur að framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun hefst í sumar..
Undirbúningur að framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun hefst í sumar.. Morgunblaðið

Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, segir þá sem unnið hafa að því að fá álver í Reyðarfjörð að vonum ánægða og bjartsýna eftir að bandaríska álfyrirtækið Alcoa og Fjárfestingarstofan skrifuðu undir samkomulag um áframhald viðræðna.

"Þessar viðræður hafa gengið ótrúlega hratt fyrir sig enda er áhugi Alcoa ótvíræður," sagði Smári í samtali við mbl.is. "Það var í mars sem upplýst var um hik Norsk Hydro í málinu og þá var talað um það að málið gæti tafist í allt að tvö ár. Síðan eru liðnir tveir mánuðir þannig að breytingin er ótrúlega mikil á svo skömmum tíma." Þá sagði Smári að það sem væri hvað athyglisverðast í þessu samkomulagi væri það að gefið væri til kynna að undirbúningur virkjanaframkvæmda við Kárahnjúka geti hafist nú í sumar. Það hljóti að vera ótvírætt tákn um það á hvaða siglingu málið sé.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert