Sérstök viðræðunefnd vegna álvers í Reyðarfirði skipuð

Ákveðið hefur verið að skipa sérstaka viðræðunefnd til að fara yfir möguleika á nýjum samstarfsaðila í stað Norsk Hydro vegna byggingar álvers í Reyðarfirði. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði að sérstök viðræðunefnd yrði skipuð strax eftir páska til að fara yfir málið og halda utan um könnunarviðræður.

Ekki væri hins vegar búið að ákveða hvort þessi nefnd myndi halda utan um málið yrði niðurstaðan sú að fara áfram í samningaviðræður. Nefndin myndi hafa það verkefni með höndum að meta stöðuna og hafa samband við þau fyrirtæki sem talið væri að gætu haft áhuga. Aðspurð hvort til greina kæmi að athuga möguleika á byggingu smærra álvers á Austurlandi sem fengi orku sína frá gufuaflsvirkjunum á Norðausturlandi sagði Valgerður að menn væru ekkert að hverfa frá því að virkja við Kárahnjúka. Hins vegar væri gott að vera ekki of fastur í ákveðinni stærð álvers. Áfram væri stefnt að undirbúningi þessa stóra verkefnis, sem hentaði álveri af þessari stærð. Menn færu ekki í hálfa Kárahnjúkavirkjun, það væri nokkuð ljóst.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert