Skipulagsstofnun fellst á byggingu álvers í Reyðarfirði

Álverið sem fyrirhugað er að byggja í Reyðarfirði.

Álverið sem fyrirhugað er að byggja í Reyðarfirði.
mbl.is

Skipulagsstofnun fellst á byggingu álvers í Reyðarfirði með ákveðnum skilyrðum. Þetta kom fram í úrskurði Skipulagsstofnunar um umhverfisáhrif fyrirhugaðs álvers sem stofnunin felldi í dag. Reyðarál hefur unnið að undirbúningi álversins og lét gera matsskýrslu um umhverfisáhrif þess. Álverið á að rísa á iðnaðarlóð við Hraun í Reyðarfirði og í matsskýrslu Reyðaráls kemur fram að undirbúningframkvæmdir við það gætu hafist á þar næsta ári og rekstur álversins árið 2006.

Fallist er á fyrirhugaða byggingu allt að 420.000 tonna álvers og 233.000 tonna rafskautaverksmiðju í Reyðarfirði í Fjarðabyggð eins og framkvæmdin er lögð fram í tveimur áföngum með eftirfarandi skilyrðum: Í fyrsta lagi að ekki verði búseta innan skilgreinds þynningarsvæðis álvers og rafskautaverksmiðju eftir að rekstur hefst. Í öðru lagi að við umhverfisvöktun verði fylgst með styrk PHA-efna í lofti, ákomu PAH-efna á jörðu og afrennsli í sjó og uppsöfnun í sjávarseti og lífverum innan sem utan skilgreindra þynningarsvæða. Miðað er við allt að 280.000 tonna framleiðslu í fyrri áfanga álversins í Reyðarfirði og kostnaður yrði í kringum 80 milljarðar króna. Úrskurður Skipulagsstofnunar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert