Um 450 starfsmenn og milljarður í laun á ári hjá nýju álveri

Frá blaðamannafundi iðnaðarráðherra í morgun.
Frá blaðamannafundi iðnaðarráðherra í morgun. Morgunblaðið/Sverrir

Álver Reyðaráls á Austurlandi mun veita um 450 manns vinnu miðað við 240 þúsund tonna framleiðslugetu á ári, en 140 starfsmönnum verður bætt við verði framleiðslan aukin í 360 þúsund tonn. Miðað við minna álverið er áætlað að greiddur verði um einn milljarður króna í laun á ári.

Þetta kom fram á blaðamannafundi um álvers- og virkjanaframkvæmdir á Austurlandi, sem haldinn var í morgun. Reyðarál telur að um 300 hundruð störf muni skapast að auki vegna þjónustu við álverið, þar af um helmingur í nágrenni þess. Áætlað útflutningsverðmæti álsins verður um 30 milljarðar króna á ári, miðað við fyrsta áfanga, og svarar það til um 15% af heildarútflutningi Íslendinga árið 1998.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert