Maðurinn með hornin játar sök

Jacob Anthony Chansley í þinghúsinu í janúar.
Jacob Anthony Chansley í þinghúsinu í janúar. AFP

Jacob Anthony Chansley hefur játað sök í dómsmáli gegn honum varðandi þátttöku hans þegar ráðist var inn í þinghús Bandaríkjanna 6. janúar.

Chansley, sem er liðsmaður öfgasamtakanna QAnon sem trúir mjög vafasömum samsæriskenningum, er einn af mörg þúsund stuðningsmönnum Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem reyndi að koma í veg fyrir að þingið næði að staðfesta niðurstöður forsetakosninganna sem fóru fram í fyrra. 

Chansley var mjög áberandi í þinghúsinu á meðan innrásinni stóð; var ber að ofan, málaður í framan og með stóra loðhúfu skrýdda hornum. Hann gerði samkomulag við ákæruvaldið er hann játaði sök í gær. Hann játaði að hafa reynt að stöðva þinghaldið.

AFP

Tæplega 600 manns hafa verið ákærð í tengslum við óeirðirnar. Að minnsta kosti 36 hafa játað sök, þar af 8 sem viðurkenna að hafa brotið alríkislög líkt og Chansley. 

Segja má að Chansley hafi orðið andlit innrásarinnar út á við. Hann hélt á bandarískum fána og kallaði sig QAnon Shaman, einskonar trúarleiðtoga samtakanna. Samtökin trúa því m.a. að Trump hafi háð leynilegt stríð gegn satanískum barnaníðingum sem starfa innan raða stjórnvalda, í viðskiptalífinu og í fjölmiðlum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka