Ákærður fyrir fyrirhugað hryðjuverk

Maðurinn var handtekinn á þriðjudag.
Maðurinn var handtekinn á þriðjudag. AFP

Frönsk yfirvöld ákærðu í dag 33 ára gamlan karlmann sem hafði lýst yfir stuðningi við Ríki íslams í myndskeiði og hafði í hyggju að fremja hryðjuverk í landinu.

Maðurinn hafði ekki áður komist í kast við lögin en hann var handtekinn í grennd við Nimes í suðurhluta Frakklands á þriðjudag. Efni til sprengjugerðar fundust í húsi hans en við leit fundust engar áætlanir um væntanlega sprengjustaði.

„Þetta er fyrsta árásin sem við komum í veg fyrir í ár,“ sagði einn þeirra sem rannsaka málið við AFP-fréttastofuna. 

Rannsakendur lögðu hald á nokkur myndskeið sem maðurinn birti á samfélagsmiðlum þar sem hann lýsir yfir stuðningi við Ríki íslams og leiðtoga þeirra, Abu Bakr al-Baghdadi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert