30 ára dómi fyrir fósturlát ekki áfrýjað

Theodora Carmen Vasquez er hér leidd af lögreglu í dómsal. …
Theodora Carmen Vasquez er hér leidd af lögreglu í dómsal. Beiðni hennar um áfrýjun var hafnað, en hún afplánar nú 30 ára dóm fyrir manndráp eftir að hafa verið dæmd sek um að valda fósturláti. AFP

Lögfræðingur konu í Salvador sem fékk ekki áfrýja 30 ára fangelsisdómi eftir að vera dæmd sek um að hafa valdið fósturláti sakaði í dag dómstólinn um óskammfeilni.

Dómstóll í höfuðborginni San Salvador, hafnaði á miðvikudag áfrýjunarbeiðni Teodoru Vasquez, sem þegar hefur dvalið áratug í fangelsi vegna málsins.

„Það sem veldur mér hvað mestum ama er óskammfeilni dómaranna .... þeir taka ekki með í dæmi villurnar (í réttarhaldinu) þrátt fyrir að sýnt sé fram á þær. Blindni? Þetta er ótrúlegt,“ skrifaði verjandi konunnar Victor Hugo Mata á Twitter.

Vasquez var dæmd fyrir manndráp árið 2008, nokkrum mánuðum eftir að hafa fætt andvana barn á níunda mánuði meðgöngu.

Lögregla sagðist telja lát barnsins vera til komið vegna fóstureyðingar, sem er ólögleg með öllu í El Salvador.

Mannréttindasamtök hafa fordæmt úrskurðinn. Í yfirlýsingu Amnesty International segir að þetta sé „svívirðilegt skref afturábak fyrir réttlæti og bandarísk samtök sem styðja rétt kvenna til fóstureyðinga, segja það að dæma konur sekar vegna fylgikvilla á meðgöngu synja þeim um „sjálfsvirðingu, frelsi og réttindi“.

Fangelsisdómar vegna fóstureyðingar í El Salvador eru yfirleitt á bilinu 2-8 ár, en hægt er að dæma konur fyrir alvarlegri glæpi í staðinn líkt og gert var í tilfelli Vasquez.

Hún er í hópi 27 kvenna í El Salvador sem nú sitja í fangelsi fyrir brot á lögum um fóstureyðingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert