„Skrifræði“ heldur aftur af SÞ

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að skrifræði haldi aftur af Sameinuðu þjóðunum.

„Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar með göfug markmið í huga,” sagði Trump í sinni fyrstu ræðu í höfuðstöðvum stofnunarinnar í New York.  

Hann bætti við að þrátt fyrir að hafa tekið framförum hafi „Sameinuðu þjóðirnar undanfarin ár staðið sig undir getu vegna skrifræðis og slakrar stjórnunar.”.

Bandaríkin eru einn af stofnmeðlimum Sameinuðu þjóðanna og leggja þau mest fjármagn allra þjóða í stofnunina.

Trump sagði að þrátt fyrir að fjármagn til Sameinuðu þjóðanna hefði aukist um 140 prósent og að starfslið þeirra hefði tvöfaldast frá árinu 2000 hefði stofnunin ekki náð árangri í samræmi við það.

Hann hvatti stofnunina jafnframt til að „einbeita sér að niðurstöðum”.

Donald Trump í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna.
Donald Trump í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert