Gerir kvikmynd um ástarsamband sitt við forsetann

Valérie Trierweiler, fyrrverandi sambýliskona François Hollande
Valérie Trierweiler, fyrrverandi sambýliskona François Hollande AFP

Bók­ sem fyrr­ver­andi sam­býl­is­kona Francois Hollande, forseta Frakklands, Val­erie Trierweiler, skrifaði á síðasta ári verður gerð að kvikmynd. Bókin lýsir ýmsu bita­stæðu úr sam­bandi þeirra tveggja og voru flest efnistök bókarinnar mjög vandræðaleg fyrir forsetann. 

Trieweiler mun skrifa handrit kvikmyndarinnar ásamt framleiðandanum Saida Jawad sem sagði í samtali við franska tímaritið Gala að þær séu jafnframt að skoða samstarf við erlenda framleiðsluaðila. 

Bókin, sem varð metsölubók í Frakklandi, heitir „Takk fyrir þetta augnablik“ eða „Merci Pour Ce Moment“ á frönsku og kom út í september. Bókin hefur verið þýdd á tólf tungumálum.

Bókin segir frá ofsafengnu sambandi Trieweiler og forsetans sem stóð yfir í sex ár, þar af eitt og hálft ár eftir að hann varð forseti árið 2012. Í bókinni sýnir Trieweiler forsetann sem harðbrjósta egóista. Vöktu meint ummæli forsetans um fátæka til að mynda mikla athygli en forsetinn á að hafa kallað hina fátæku „tannlausa“.

Sambandi Trieweiler og forsetans lauk fyrir um ári síðar þegar að annað franskt tímarit, Closer, birti myndir af Hollande þar sem hann hélt fram hjá Trieweiler með leikkonunni Julie Gayet. 

Samkvæmt Jawad mun þurfa að breyta efni bókarinnar til þess að búa til kvikmynd. „En ég er ekki að reyna að búa til umdeilda kvikmynd, ég vil bara segja frá baráttu konu sem er ástfangin, þó svo að sagan sér sérstök fyrir það leyti að hún elskar forsetann,“ segir hún.

Trierweiler er 49 ára og starfar sem blaðamaður á tímaritinu Paris Match. Hún hefur þénað meira en 1,3 milljónir evra (um 200 milljónir íslenskra króna) á bókinni.

Forsetinn hélt framhjá Trieweiler með leikkonunni Julie Gayet
Forsetinn hélt framhjá Trieweiler með leikkonunni Julie Gayet AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert