Salman Rushdie fjallar um hnífaárás í nýrri bók

Salman Rushdie með orðuna sem hann þáði af Önnu prinsessu
Salman Rushdie með orðuna sem hann þáði af Önnu prinsessu AFP

Út er komin ný bók eftir breska rithöfundinn Salman Rushdie, titluð Knife. Í bókinni, sem ber undirtitilinn „Meditations After an Attempted Murder“ segir hann frá fólskulegri hnífaárás sem hann varð fyrir, fyrir tæpum tveimur árum síðan. 

Rushdie var gestur í spjallþætti Stephen Colbert, The Late Show with Stephen Colbert, á dögunum og ræddi meðal annars um skrifin og hnífaárásina.

Rushdie sagði skrifin hafa verið mikilvægan hluta af bataferlinu en hann viðurkenndi að það hafi tekið hann þó nokkurn tíma að taka upp pennann á ný, enda enn að vinna úr eftirmálum árásarinnar. 

Árásarmaðurinn var 24 ára gamall

Ungur maður veittist að Rushdie er hann var að ávarpa samkomu í Chautauqua í New York í Bandaríkjunum þann 12. ágúst 2022.

Rushdie, 76 ára, var stunginn margsinnis og hlaut varanlegan skaða af. Rithöfundurinn missti sjón á öðru auga og hreyfigetu annarrar handar. 

Fjölmargar líflátshótanir

Öryggi Rus­hdie hef­ur ít­rekað verið ógnað allt frá því að bók hans Söngv­ar Satans kom út árið 1988.

Í kjöl­farið fyr­ir­skipaði þáver­andi erkiklerk­ur Írans að Rus­hdie skyldi líf­lát­inn. Árið 1998 lýsti rík­is­stjórn Íran því yfir að hún ætlaði ekki að fram­fylgja dauðadómn­um.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir