Clinton gerir óspart grín að Trump í tilefni almyrkvans

Samsett mynd

Hillary Rodham Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins og forsetafrú, er enginn aðdáandi Donalds Trump og vill alls ekki sjá hann gegna embætti Bandaríkjaforseta á ný.

Clinton, sem tapaði fyrir Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016, gerir óspart grín að Trump á samfélagsmiðlasíðum sínum við hvert tækifæri.

Í tilefni almyrkvans, sem mun ganga yfir Mexíkó, Bandaríkin og Kanada síðar í dag, ákvað Clinton að rifja upp skondið sem og fávíslegt atvik frá árinu 2017, það er þegar Trump leit upp á sólmyrkvann sem gekk yfir Bandaríkin.

Eins og flestir vita þá er hættulegt að horfa upp á sólmyrkva án sólmyrkvagleraugna, Clinton hvetur því fylgjendur sína að apa ekki eftir Trump.

Deild­ar­myrkvi á sólu mun sjást frá öllu land­inu í dag ef veður leyf­ir. Frá Reykja­vík sést all­ur myrkvinn en á Aust­ur­landi sest sól­in á meðan hann stend­ur yfir.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir