Aftur á skjáinn eftir Óskarslöðrunginn

Jada Pinkett Smith snýr aftur á skjáinn á morgun.
Jada Pinkett Smith snýr aftur á skjáinn á morgun. AFP

Leikkonan Jada Pinkett Smith snýr aftur í spjallþætti sínum Red Table Talk á morgun, miðvikudaginn 20. apríl. Þetta verður fyrsti þátturinn eftir að eiginmaður hennar, leikarinn Will Smith, löðrungaði grínistann Chris Rock á Óskarsverðlaunahátíðini, eftir að sá síðarnefndi sagði brandara um Pinkett Smith. 

Pinkett Smith birti fyrstu stikluna úr þættinum í dag, þriðjudag, en ásamt Pinkett Smith verða móðir hennar Adrienne Banfield Norris og dóttir hennar Willow Smith með henni í þættinum líkt og vanalega. 

Gestir þáttarins verða Janelle Monáe og móðir hennar Janet Hawthorne. Þetta er fimmta serían af Red Table Talk sem fer í loftið. Á meðal gesta í seríunni verða mæðgurnar Kim Basinger og Ireland Baldwin. 

Pinkett Smith hefur ekki komið opinberlega fram síðan atvikið varð á Óskarsverðlaunahátíðinni hinn 27. mars síðastlðinn. Eiginmaður hennar ekki heldur en Rock hefur hins vegar haldið áfram með uppistandssýningu sína. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gamall vinur gefur þér góð ráð í dag. Dragðu djúpt andann og veltu því fyrir þér, hvaða breytingar þú vilt gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gamall vinur gefur þér góð ráð í dag. Dragðu djúpt andann og veltu því fyrir þér, hvaða breytingar þú vilt gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir