Hékk á klettsbrún, brosti og veifaði

Sálfræðingurinn Anna Sigurðardóttir missti barn árið 2013 og upplifði áfallastreitu og verki sem varð til þess að hún tók sér leyfi frá störfum í nokkur ár. Hún segist hafa orðið fyrir hugljómun í hugleiðslunámskeiði á Bretlandi þar sem hún áttaði sig á því hversu alvarleg staðan væri hjá henni.  

Anna er gestur Berglindar Guðmundsdóttur í Dagmálsþætti dagsins. Dag­mál eru aðgengi­leg áskrif­end­um Morg­un­blaðsins hér en einnig er hægt að kaupa vikupassa hér.

Eftir að hafa starfað í tæpan áratug sem sálfræðingur opnaði Anna Heilsusetrið Samkennd í janúar á þessu ári. Áður en hún byrjaði að vinna sem sálfræðingur starfaði hún í tvo áratugi sem einkaþjálfari og þolfimikennari á Íslandi og víða um Evrópu. Margir þekkja til hennar sem afreksíþróttakonu í dansi, þolfimi og fitness. 

Í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni segir Anna frá þessari lífsreynslu sinni í Bretlandi.

Nú stendur hugurinn til að setja á fót stuðningshópa fyrir fólk sem hefur upplifað kulnunar og/eða örmögnunareinkenni. Hún þekkir það sjálf að sum einkenni eins og orkuleysi, þreyta og heilaþoka getur tekið langan tíma að vinna úr þótt bati geti orðið á öðrum heilsufarsþáttum. Margir upplifa einnig einmanaleika, sektarkennd og skömm við að veikjast og að vera lengi frá störfum. En allt séu þetta í raun eðlilegar tilfinningar að upplifa miðað við þessa stöðu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir