Tilfinningarnar í forgrunni

Listakonan Júlíanna Ósk Hafberg hefur vakið mikla athygli fyrir málverk sín sem einkennast meðal annars af mýkt og fallegum litum. Júlíanna er með BA gráðu í fatahönnun og kláraði einnig nám í leiðtoga- og verkefnastjórnunarskólanum Kaospilot í Danmörku. Hún byrjaði einungis að mála fyrir rúmu einu og hálfu ári síðan og segir málaralistina allt í einu hafa kallað á sig.

Spurð út í innblástur fyrir listsköpun segir Júlíanna að hún sæki mikinn innblástur í tilfinningar og tilfinningalíf. „Þannig að ég held að verkin mín, sama hvað það er, fjalli rosa mikið um það. Það er oftast svolítið miðju þemað í því sem ég er að gera, svolítið svona einhverskonar tilfinningar,“ segir Júlíanna. Enn fremur þykir henni mikilvægt að gefa áhorfendum rými til þess að upplifa eigin tilfinningar í verkum sínum.

Innblásturinn kemur einnig frá fegurðinni í kring. „Þetta er rosa mikið svona það að vera manneskja og bara að reyna að finna út úr því hvað lífið er og hvernig við eigum að lifa, tilfinningarnar gagnvart því og einhverjar hugsanir, svona heimspekilegar hugsanir, “ segir Júlíanna og bætir við „Svo er bara náttúran svo ótrúlega falleg, sérstaklega hér á Íslandi og ég er rosa hrifin af mikilli litagleði.“

Hún segir skapandi hugsunina alltaf vera í gangi hjá henni og hún fái hugmyndir á alls kyns stöðum. „Ég sé kannski bara himininn og fer að hugsa jæja hvernig myndi ég mála þetta? Ég er stanslaust að sjá eitthvað svona og hugsa hlutina í þannig ljósi. Það er svo ótrúlega áhugavert að sitja einhversstaðar og allt í einu grípur maður sig í að hugsa bara já bíddu þarna er skuggi, ég myndi gera þetta svona, maður er, já, stöðugt að hugsa eitthvað þannig.“

Viðtalið við Júlíönnu Ósk Hafberg má sjá í heild sinni með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir