Fékk gleðina í vöggugjöf

„Ég hef aldrei þurft að hafa fyrir gleðinni,” segir útvarpsmaðurinn Siggi Gunnars sem er mikill gleðigjafi og sést gjarnan með bros á vör. Hann segir gleðina alltaf hafa fylgt sér. „Ég er ekkert að gera mér það upp. Ég fékk þetta í vöggugjöf, mér finnst bara gaman. Ég vakna á morgnana og mér finnst bara alveg ógeðslega gaman.“ Llífið segir hann að hafi síður en svo verið stanslaus dans á rósum en honum tekst þó alltaf að finna gleðina.

Siggi eða Sigurður Þorri Gunnarsson er gestur Dóru Júlíu í Dagmálum, streym­isþáttum Morg­un­blaðsins sem eru opn­ir áskrif­end­um. Viðtalið er að finna hér en einnig er hægt að kaupa vikupassa hér.

„Ég hef farið í gegnum alls konar tímabil í lífinu, oft erfið tímabil þar sem maður hefur þurft að horfast í augu við ýmislegt hjá sér. Þegar ég var unglingur og átta mig á því að ég er samkynhneigður og kem ekki út úr skápnum fyrr en ég er 25 ára,“ nefnir Siggi sem dæmi en bætir við „en mér finnst alltaf gaman og ég er alltaf glaður. Ég held að það hafi haldið mér réttum megin við línuna.“ Hann segir hlátursköstin gera mikið fyrir sig og er duglegur að halda í lífsgleðina og hláturinn. Siggi fylgir þó ekki einhverri ákveðinni gleðirútínu, gleðin einfaldlega er þarna.

„Ég vakna á morgnanna og það er gaman. Jafnvel þó það sé erfitt þá er gleðin þarna undir. Ég get ekki útskýrt þetta en þetta hefur alltaf verið svona. Alveg frá því ég var kornabarn þá er mér lýsandi sem brosandi barni,“ segir þessi mikli gleðigjafi.

Siggi segist mjög þakklátur fyrir þessa gjöf og hefur notað húmorinn sem sitt vopn og varnarviðbragð. Fólki hættir stundum til að tengja gleði og jákvæðni við það að vera einfaldur og grunnhygginn en það er leiðinlegur misskilningur að lifa eftir. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú stendur allt og fellur með því að þú sért þolinmóður og berir þig með reisn. Reyndu að vinna í góðum skorpum og hvíla þig inn á milli - þannig kemurðu meiru í verk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú stendur allt og fellur með því að þú sért þolinmóður og berir þig með reisn. Reyndu að vinna í góðum skorpum og hvíla þig inn á milli - þannig kemurðu meiru í verk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir