Destiny's child trylltu lýðinn á Coachella

Draumur aðdáenda Destiny's child rættist á tónlistarhátíðinni Coachella í gærkvöldi þegar sveitin kom saman á ný. Fimm ár eru liðin frá síðustu endurkomu Destiny's child í hálfleik Ofurskálarinnar.

Tuttugu ár eru liðin frá því að fyrsta plata sveitarinnar kom út en sveitin átti farsælan, en stormasaman, feril til ársins 2006 þegar þær Beyoncé, Michelle Williams og Kelly Rowland héldu hver í sína áttina.

Frétt mbl.is: Tuttugu ár síðan Beyonce tók stjórnina

Orðrómur um endurkomu sveitarinnar hefur verið hávær frá því að tilkynnt var að Beyoncé yrði aðalflytjandi á Coachella í ár. Það gekk eftir og allt ætlaði um koll að keyra þegar söngkonurnar sitgu á svið í gærkvöld.

Allt var eins og það átti að vera, þær klæddust svörtum og bronslituðum fatnaði í stíl og tónleikagestir létu vel í sér heyra þegar aldamótaslagararnir „Say my name,“ „Soldier,“ og „Lose my breath“ hljómuðu um tónleikasvæðið.

Beyonce átti upphaflega að vera aðalflytjandi hátíðarinnar í fyrra en þurfti að hætta við samkvæmt læknisráði, en þá var hún orðin ólétt af tvíburunum Rumi og Sir, sem fæddust í júní.

Frammistaða Beyoncé í gær var mögnuð, enda ekki við öðru að búast frá Queen B og hún nýtti tækifærið og þakkaði fyrir sig. „Coachella, takk fyrir að leyfa mér að vera fyrsta svarta konan sem aðalflytjandi,“ sagði hún, og söng svo „Run the World (Girls)“

Destiny's child komu saman á Coachella tónlistarhátíðinni í gær. Tuttugu …
Destiny's child komu saman á Coachella tónlistarhátíðinni í gær. Tuttugu ár eru síðan fyrsta plata sveitarinnar kom út. Ljósmynd/Instagram

Beyoncé stígur aftur á svið í lok hátíðarinnar, 21. apríl, og þá kemur í ljós hvort  Destiny's child taki enn eina endurkomuna.

Frétt People

Það er bara ein Beyoncé.
Það er bara ein Beyoncé. Ljósmynd/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta við vin gæti fengið þig til að breyta markmiðum þínum eða framtíðaráformum lítilsháttar. Komdu hugmyndum þínum á framfæri.
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta við vin gæti fengið þig til að breyta markmiðum þínum eða framtíðaráformum lítilsháttar. Komdu hugmyndum þínum á framfæri.
Loka