Grisebach upprennandi meistari

Valeska Grisebach.
Valeska Grisebach.

Emerging Masters, eða Upprennandi meistarar, nefnist einn af mörgum dagskrárflokkum Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, sem hefst eftir viku, 28. september. Í þeim flokki er veitt innsýn í störf kvikmyndagerðarmanna sem farnir eru að vekja athygli fyrir verk sín og eru taldir upprennandi meistarar af áhrifafólki úr heimi kvikmynda og að þessu sinni er leikstjóri flokksins hin þýska Valeska Grisebach. Hún útskrifaðist úr Kvikmyndaskólanum í Vín árið 2001 og hlaut First Steps-verðlaunin fyrir útskriftarmynd sína, Mein Stern, í flokki 60 mínútna kvikmynda á þýsku og verður sú mynd sýnd á RIFF. Grisebach hlaut einnig verðlaun gagnrýnenda á Toronto-kvikmyndahátíðinni sama ár fyrir myndina, „fyrir heimildarmyndalega frásögn af ljúfsárri unglingaást“, eins og því er lýst í tilkynningu frá RIFF. Myndin hlaut einnig aðaldómnefndarverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Torino.

Mein Stern, eða Stjarnan mín í íslenskri þýðingu, segir af 14 ára stúlku, Nicole, og kærasta hennar, Christopher, sem er vinsælasti strákurinn í hverfinu. Þau byggja gjörðir sínar, framkomu og jafnvel samtöl á því sem þau hafa séð hjá foreldrum sínum og sýna þannig heim fullorðinna á grátbroslegan átt frá sjónarhorni unglinga, eins og því er lýst.

Önnur kvikmynd eftir Grisebach, Western, Vestri á íslensku, frá þessu ári, verður einnig sýnd á hátíðinni en í henni segir af hópi þýskra byggingarverkamanna sem vinna erfiðisvinnu í afskekktri búlgarskri sveit. „Hið ókunna land vekur ævintýraþrá hjá mönnunum en þeir þurfa líka að horfast í augu við eigin fordóma,“ segir um myndina í tilkynningu. Kvikmyndin var tilnefnd til Un Certain Regard-verðlaunanna í Cannes sl. vor.

Valeska Grisebach lærði heimspeki og þýsk fræði í Berlín, München og Vínarborg. Árið 1993 hóf hún nám í leikstjórn í Kvikmyndaskóla Vínarborgar hjá Peter Patzak, Wolfgang Glück og Michael Haneke.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson