Middleton giftir sig í lítilli sveitakirkju

Pippa Middleton ætlar að gifta sig í sveitinni.
Pippa Middleton ætlar að gifta sig í sveitinni. mbl.is/Cover Media

Litla systir Katrínar hertogaynju, Pippa Middleton, hefur valið töluvert íburðarminni kirkju til að gifta sig í en stóra systir hennar gerði. En Katrín og Vilhjálmur giftu sig eftirminnilega í Westminster Abbey árið 2011. 

Samkvæmt Mirror hafa Pippa Middleton og bankamaðurinn James Matthews valið sér litla og sæta sveitakirkju frá 12. öld stutt frá bænum sem Middleton-systkinin voru alin upp í til þess að gifta sig í 20. maí. Kirkjan er staðsett á einkalóð og gefst almenningi því ekki kostur á að gerast boðflennur í brúðkaupsathöfninni. 

Eins og sjá má á myndunum sem fylgja fréttinni er kirkjan ekki stór og því er líklegt að kirkjubekkirnir verði þéttsetnir en búist er við um 150 gestum. 

Skötuhjúin hafa valið gamla sveitakirkju til þess að ganga í …
Skötuhjúin hafa valið gamla sveitakirkju til þess að ganga í það heilaga. skjáskot/Mirror
Kirkjan er ekki stór.
Kirkjan er ekki stór. skjáskot/Mirror
Kirkjan er gömul.
Kirkjan er gömul. skjáskot/Mirror
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson