Komin inn í vísindaskáldskapinn

„Þetta efni á vel við núna af því að mér finnst við vera að upplifa tíma núna þar sem við erum komin inn í vísindaskáldskapinn. Allir þessir ótrúlegu hlutir eru farnir að gerast og okkur er hætt að finnast þeir eitthvað sérstaklega ótrúlegir,“ segir tónlistarmaðurinn Úlfur Eldjárn um viðfangsefni plötunnar sinnar The Aristókrasía Project sem kemur út í dag. Platan er tileinkuð vísindum, geimferðum og gömlum framtíðarspám mannkyns.

mbl.is kíkti í vinnustofuna hans Úlfs þar sem er að finna mikið af gömlum hljóðfærum en hann er eins og flestir vita einn af meðlimum í Orgelkvartettinum Apparat og mikill áhugamaður um gömul hljóðfæri og gamlar græjur. 

Hægt er að sækja lagið Bon Voyage á vefnum hans ulfureldjarn.com en það er tileinkað Voyager verkefni bandarísku geimaferðarstofnunarinn NASA sem hefur ferðast lengra út í geim en nokkuð annað frá jörðu.

Áhugasamir ættu að fylgjast vel með tilkynningum um tónleikahald hjá Úlfi því hann reiknar ekki með að halda marga tónleika en lofar þó að minnsta kosti einum mjög veglegum tónleikum þar sem hann fær góða gesti til að flytja tónlistina með sér.

 Fyrir neðan er lagið Poyekhali sem einnig er að finna á plötunni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir