Dýrin skipta sköpum í lífi barna

Dýrin eru mikilvæg í lífi okkar.
Dýrin eru mikilvæg í lífi okkar. Samsett mynd

Gæludýr eru nú til dags orðin mjög algeng á heimilum fólks og stór partur af mörgum fjölskyldueiningum, enda veita þau einstakan félagsskap. Börn geta notið góðs af því að umgangast gæludýr en þau hafa mjög jákvæð áhrif á hegðun þeirra og félagslegan þroska.

Hér eru nokkrar ástæður af hverju börn hagnast af því að alast upp í kringum í dýr:

Meiri útivera

  • Börn sem eiga gæludýr eru virkari og eyða meiri tíma úti í náttúrunni, sem hefur óteljandi heilsufarslega ávinninga.

Hvetur til ábyrgðar

  • Gæludýr er góð leið til að kenna börnum að bera ábyrgð vegna þess að því fylgir gífurleg vinna að halda dýr. Það þarf að gefa þeim reglulega að borða, hreyfa þau, halda þeim hreinum og leika við þau.

Draga úr einmanaleika og kvíða

  • Gæludýr draga úr streitu, einmanaleika, þunglyndi og kvíða. Dýr geta hjálpað til við að koma í veg fyrir andleg veikindi, erfiðleika og einnig eflt félagsleg samskipti barna.

Skilyrðislaus ást

  • Gæludýr geta huggað, stutt, elskað og hlustað án þess að dæma. Það er eitthvað sem allir þurfa.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert