„Við erum mjög hamingjusöm“

Meghan og Harry geisluðu í Nígeríu enda á góðum stað …
Meghan og Harry geisluðu í Nígeríu enda á góðum stað í lífinu. AFP/Sodiq Adelakun

Hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, vöktu mikla athygli í opinberri heimsókn í Nígeríu á dögunum. Nú segist Meghan vera hamingjusöm og er það ekki síst fjölskyldunni að þakka. Hjónin eiga tvö börn, Archie sem er fimm ára og Lilibet sem er að verða þriggja ára. 

„Okkur líður mjög vel. Og erum glöð að fylgjast með fjölskyldunni okkar stækka og þroskast. Auðvitað er ég hamingjusöm. Við erum mjög hamingjusöm,“ sagði Meghan í Nígeríu í viðtali við People. 

Meghan var hreinskilin við blaðamann í Nígeríu.
Meghan var hreinskilin við blaðamann í Nígeríu. AFP/ Kola SULAIMON

Sagði aðra sögu árið 2019

Harry og Meghan fóru til Afríku árið 2019 þegar frumburðurinn Archie var aðeins nokkra mánaða. Þá voru þau í fullu starfi fyrir bresku konungsfjölskylduna. Í ferðinni var Meghan spurð hvort það væri í lagi með hana. „Það hafa ekki margir spurt,“ sagði Meghan sem leið ekki vel. Tæpum fimm árum síðar er greinilega allt annað hljóð í henni. 

Harry og Meghan.
Harry og Meghan. AFP/ Kola SULAIMON
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert