Jón og Hafdís í lúxusfríi á fjarlægum slóðum

Jón Jónson og Hafdís Björk Jónsdóttir eru á framandi slóðum.
Jón Jónson og Hafdís Björk Jónsdóttir eru á framandi slóðum. mbl.is/Stella Andrea

Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson nýtir hvert tækifæri til þess að komast til útlanda með eiginkonu sinni, Hafdísi Björk Jónsdóttur tannlækni, og börnum þeirra fjórum. Fjölskyldan skrapp til Marokkó í páskafríinu. 

Fjölskyldan er staðsett í strandbæ sem heitir Taghazout en Jón hefur verið duglegur að birta myndir frá ævintýrum fjölskyldunnar í Marokkó á Instagram. Á vegi þeirra hafa meðal annars verið úlfaldar. Á meðan ströndin er frumstæð og sjarmerandi er allur lúxus til staðar á hótelinu Hyatt Regency sem fjölskyldan er á en það er fimm stjörnu hótel. 

Hjónin hafa verið dugleg að ferðast til framandi áfangastaða og taka barnahrúguna með. Í fyrra fór öll fjölskyldan til Balí. 

Hótelið Hyatt Regency í Taghazout er flott.
Hótelið Hyatt Regency í Taghazout er flott. Ljósmynd/Hyatt Regency Taghazout

Allar leiðir liggja til Marokkó

Marokkó nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir. Stúlkurnar í raunveruleikaþættinum LXS fóru til landsins fyrir skömmu. Marokkó er í Afríku en flugið er ekki svo langt. Í haust ætlar Play að fljúga beint og tekur það aðeins styttri tíma en til Tenerife. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert