Sjáðu dýpstu sundlaug í heimi

Dýpsta köfunarlaug í heiminum var opnuð í Varsjá í Póllandi á dögunum. Laugin er 45,5 metra djúp og tilvalin fyrir kafara sem vilja æfa sig að kafa niður á mikið dýpi.

Í sundlauginni er 20 sinnum meira magn af vatni en í hefðbundinni 25 metra langri sundlaug. 

Kafarinn Prezemyslaw Kacprzak segir að laugin komi ekki í staðinn fyrir það að kafa með marglitum fiskum eða í kóralrifi en hún sé hins vegar mjög góður kostur fyrir þá sem séu að læra að kafa og þá sem sakna þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka