„Tíminn er runninn út fyrir Kristján Loftsson“

Paul Watson hyggst leiða aðgerðir gegn hvalveiðum Íslendinga verði af …
Paul Watson hyggst leiða aðgerðir gegn hvalveiðum Íslendinga verði af þeim í sumar. Ljósmynd/Paul Watson Foundation

„Tíminn er runninn út fyrir alræmdasta hvalaveiðimann heims, Kristján Loftsson,“ segir Paul Watson í fréttatilkynningu Paul Watson-samtakanna. Hann hyggst leiða aðgerðir samtakanna til að stöðva hvalveiðar á Íslandi í sumar ef af þeim verður.

Stefnt er að því að sigla flaggskipi aðgerðarsinnana, John Paul DeJoria, á Íslandsmið frá Hull á Bretlandi í júní og nefnist fyrirhuguð aðgerð „Ísstormur“ (e. Operation Ice Storm). Skipið er 72 metra veiðieftirlitsskip frá Skotlandi sem sagt er búið tækjum til að trufla hvalveiðar, en aðgerðarsinnarnir nefna sig „sjóræningja Neptúnusar“ (e. Neptune‘s Pirates).

Byrjaðir að undirbúa brottför

Skipið og aðgerðasinnar úr röðum Bretlandsdeildar Paul Watson-samtakanna komu til landsins á síðasta ári í þeim tilgangi að mótmæla og stöðva hvalveiðar Íslendinga. Gerðust tveir einstaklingar frægir fyrir að hafa klifrað um borð í hvalveiðiskip í höfninni í Reykjavík og komið sér fyrir í mastri þess.

„Sjálfboðaliðarnir okkar eru byrjaðir að undirbúa brottför frá Bretlandi í júní. Frá okkar sjónarhóli ætlar Loftsson að veiða hvali í sumar og við verðum tilbún," er haft eftir Locky MacLean, skipstjóra á John Paul DeJoria. MacLean sigldi skipinu til Íslands í fyrra en á meðan það var á leiðinni hingað til lands setti Svandís Svavarsdóttir, þáverandi matvælaráðherra, tímabundið bann við hvalveiðum.

Markmið aðgerðarsinnana nú er að vera mætt tímalega til Íslands og vera reiðubúin að trufla hvalveiðarnar fari svo að gefin verða út veiðileyfi.

„Hvalveiðar eru útreiknuð, viljandi, grimmdarleg dráp á einu greindasta sjávarspendýri plánetunnar. Hvalir eru lykiltegund sem reynst hefur ekki bara mikilvægur hlekkur í björgun hafsins heldur öllu lífinu á jörðinni“ segir Rob Read hjá Bretlandsdeild Paul Watson-samtakanna.

Flaggskip Paul Watson-samtakanna John Paul DeJoria er væntanlegt til landsins …
Flaggskip Paul Watson-samtakanna John Paul DeJoria er væntanlegt til landsins í júní. Ljósmynd/Paul Watson Foundation

Fátt bendir til veiða

Fáar vísbendingar eru um að hvalveiðar verða stundaðar í sumar í ljósi þess að umsókn Hvals hf. frá 30. janúar hefur enn ekki fengist afgreidd.

„Eins og staðan er núna er útséð um að hvalveiðar verði í sumar,“ sagði Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., í samtali við Morgunblaðið á dögunum.

„Það er augljóst í mínum huga að matvælaráðuneytið, undir forystu ráðherra Vinstri-grænna, skeytir engu um niðurstöðu umboðsmanns Alþingis og heldur skipulega áfram í sinni vegferð að reyna að leggja atvinnustarfsemina af, þótt hún byggist á lögum. Þegar ekki er á vísan að róa með útgáfu starfsleyfis er ekki hægt að ganga í mannaráðningar og kaup á aðföngum sem eru nauðsynleg forsenda þess að veiðar geti orðið, það segir sig sjálft,“ sagði Kristján.

Sætt gagnrýni

Staðan hefur sætt gagnrýni undanfarið m.a. af hálfu Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, en félagsmenn þess hafa orðið fyrir miklu tjóni í kjölfar þess að ákveðið var að setja bann á veiðarnar í fyrra.

Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa sett út á að ekki hafi verið gefið út veiðileyfi og sagst vona að málið verði leyst á næstunni. Ekkert er þó í hendi í þeim efnum.

Málið hefur þvælst fyrir ríkisstjórninni um nokkurt skeið, sérstaklega eftir að Umborðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um að banna veiðarnar hafi ekki samræmst kröfum um meðalhóf og ekki átt sér næga stoð í lögum.

Hefur Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lýst yfir áformum um vantrausttillögu gegn Svandísi en var hún ekki viss hvort það myndi ganga eftir að Svandís fór í innviðaráðuneytið. Hefur málið verið meðal ástæðna þess að Flokkur fólksins vill leggja fram vantrausttillögu gegn allri ríkisstjórninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.4.24 404,03 kr/kg
Þorskur, slægður 30.4.24 437,10 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.4.24 190,53 kr/kg
Ýsa, slægð 30.4.24 49,46 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.4.24 168,76 kr/kg
Ufsi, slægður 29.4.24 154,63 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 29.4.24 170,38 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.4.24 Slatterøy VL 0264AV (LGFV) NO 999 Flotvarpa
Loðna 485 kg
Samtals 485 kg
30.4.24 Guðmundur Arnar EA 102 Grásleppunet
Grásleppa 1.078 kg
Þorskur 40 kg
Samtals 1.118 kg
30.4.24 Ósk ÞH 54 Grásleppunet
Grásleppa 675 kg
Þorskur 61 kg
Skarkoli 18 kg
Samtals 754 kg
30.4.24 Magnús Jón ÓF 14 Grásleppunet
Þorskur 104 kg
Ýsa 22 kg
Samtals 126 kg
30.4.24 Gunnþór ÞH 75 Grásleppunet
Grásleppa 1.526 kg
Þorskur 278 kg
Ufsi 22 kg
Steinbítur 6 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 1.833 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.4.24 404,03 kr/kg
Þorskur, slægður 30.4.24 437,10 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.4.24 190,53 kr/kg
Ýsa, slægð 30.4.24 49,46 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.4.24 168,76 kr/kg
Ufsi, slægður 29.4.24 154,63 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 29.4.24 170,38 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.4.24 Slatterøy VL 0264AV (LGFV) NO 999 Flotvarpa
Loðna 485 kg
Samtals 485 kg
30.4.24 Guðmundur Arnar EA 102 Grásleppunet
Grásleppa 1.078 kg
Þorskur 40 kg
Samtals 1.118 kg
30.4.24 Ósk ÞH 54 Grásleppunet
Grásleppa 675 kg
Þorskur 61 kg
Skarkoli 18 kg
Samtals 754 kg
30.4.24 Magnús Jón ÓF 14 Grásleppunet
Þorskur 104 kg
Ýsa 22 kg
Samtals 126 kg
30.4.24 Gunnþór ÞH 75 Grásleppunet
Grásleppa 1.526 kg
Þorskur 278 kg
Ufsi 22 kg
Steinbítur 6 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 1.833 kg

Skoða allar landanir »