Grafalvarlegt að Hvalur hf. bíði enn svara

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Samsett mynd

Vilhjálmur Birgisson, formaður verkalýðsfélags Akraness, segir það grafalvarlegt að Hvalur hf. bíði enn eft­ir svör­um frá mat­vælaráðherra við um­sókn um leyfi til veiða á langreyðum.

Hann sakar Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn um að standa ekki vörð um atvinnufrelsi fyrirtækisins.

Það eru litlar líkur á hval­veiðum í sum­ar ef svör fást ekki von bráðar, að sögn Hvals.

Vilhjálmur segir við mbl.is að nærsamfélaginu, auk fyrirtækja sem þjónusta hvalveiðifyrirtækið, muni mikið um að þessi starfsemi fái að halda áfram í sumar, „svo ekki sé talað um mína félagsmenn sem hafa haft mjög góðar tekjur þegar vertíðin er að eiga sér stað, mánaðalaun sem nema yfir 2 milljónum.“

3 milljarðar á ári

„Þetta er grafalvarlegt mál í mínum huga,“ segir hann. „Það kom nú bara fram frá hagstofunni á dögunum að útflutningsverðmæti hvalaafurða fyrir árið 2022 voru tæpir 3 milljarðar.“

Því varpar verkalýðsforinginn fram spurningu til valdhafa þjóðarinnar: „Munar íslenskri þjóð ekki um útflutningstekjur sem nemur 3 milljörðum króna?“

Sjálfstæðismenn og Framsókn standi ekki sína plikt

Þá beinir Vilhjálmur spjótum sínum að Sjálfstæðisflokknum og Framsókn:

„Það er með ólíkindum að flokkar sem kenna sig við frelsi skuli ekki stand vörð um grundvallar lagagrein í stjórnarskránni sem er atvinnufrelsi fyrirtækja og einstaklinga.“

Hann heldur áfram:

„Það liggur fyrir að báðir þessir flokkar hafa verið fylgjandi því að við nýtum okkar auðlindir, nýtum hvalaafurðir að höfðu samráði við veiðiráðgjöf frá hafrannsóknarstofnum. Því er það með ólíkindum að þessir tveir flokkar skuli ekki hafa tryggt það með afgerandi hætti í nýjum málefnasamningi að veiðarnar myndu hefjast.“

Hvalur að falla á tíma

Kristján Loftsson sagði í samtali við Morgunblaðið að hann væri að falla á tíma. Vilhjálmur segist vita það fyrir víst að Hvalur hf. var byrjaður í byrjun apríl í fyrra að ráða til sín starfsfólk, en Kristján segist ekki geta gengið í mannaráðningar fyrr en búið sé að samþykkja veiðileyfið.

„Nú er bara mikilvægt að stjórnvöld svari því með afgerandi hætti hvort þau ætli að uppfylla lög og heimila veiðarnar eða ekki. Eða hvort menn ætli að halda áfram að gerast lögbrjótar og brjóta hér á grundvallarréttindum fyrirtækja og einstaklinga til atvinnusköpunar,“ segir Vilhjálmur að síðustu.

Í fyrrasumar setti Svandís Svavarsdóttir á tímabundið hvalveiðibann. Seinna komst umboðsmaður Alþingis að þeirri niðurstöðu að bannið ætti sér ekki skýra stoð í lögum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.4.24 426,15 kr/kg
Þorskur, slægður 29.4.24 570,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.4.24 243,21 kr/kg
Ýsa, slægð 29.4.24 134,21 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.4.24 169,06 kr/kg
Ufsi, slægður 29.4.24 157,13 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 29.4.24 170,74 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.4.24 Kvikur EA 20 Grásleppunet
Grásleppa 1.668 kg
Þorskur 159 kg
Samtals 1.827 kg
29.4.24 Ísak Örn HU 151 Grásleppunet
Grásleppa 695 kg
Þorskur 116 kg
Samtals 811 kg
29.4.24 Von HU 170 Grásleppunet
Grásleppa 1.470 kg
Skarkoli 903 kg
Þorskur 212 kg
Ýsa 43 kg
Steinbítur 23 kg
Sandkoli 3 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 2.655 kg
29.4.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.413 kg
Þorskur 170 kg
Skarkoli 16 kg
Samtals 1.599 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.4.24 426,15 kr/kg
Þorskur, slægður 29.4.24 570,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.4.24 243,21 kr/kg
Ýsa, slægð 29.4.24 134,21 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.4.24 169,06 kr/kg
Ufsi, slægður 29.4.24 157,13 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 29.4.24 170,74 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.4.24 Kvikur EA 20 Grásleppunet
Grásleppa 1.668 kg
Þorskur 159 kg
Samtals 1.827 kg
29.4.24 Ísak Örn HU 151 Grásleppunet
Grásleppa 695 kg
Þorskur 116 kg
Samtals 811 kg
29.4.24 Von HU 170 Grásleppunet
Grásleppa 1.470 kg
Skarkoli 903 kg
Þorskur 212 kg
Ýsa 43 kg
Steinbítur 23 kg
Sandkoli 3 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 2.655 kg
29.4.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.413 kg
Þorskur 170 kg
Skarkoli 16 kg
Samtals 1.599 kg

Skoða allar landanir »