Fullur sjór af fiski

Ragnar Waage stýrimaður og afleysingaskipstjóri á Bergi VE kveðst ánægður …
Ragnar Waage stýrimaður og afleysingaskipstjóri á Bergi VE kveðst ánægður með gang veiða undanfarið. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

„Veður að undanförnu hefur verið með besta móti og því hægt að sækja nokkuð stíft. Aflabrögðin hafa líka verið með besta móti og við erum mjög sáttir við okkar hlut,“ segir Ragnar Waage, stýrimaður og afleysingaskipstjóri á Bergi VE, í Morgunblaðinu í dag.

Skipið er gert út á troll og nú á vetrarvertíðinni er hver stund nýtt til þess að landa úr skipinu. Eftir löndun á miðvikudaginn taldist svo til að samanlagður afli eftir þrjár veiðiferðir á sex dögum væri alls 210 tonn, sem hlýtur að teljast nokkuð gott.

Ís mokað á fiskinn sem er í körum á bryggjunni. …
Ís mokað á fiskinn sem er í körum á bryggjunni. Allt þarf að gang greitt fyrir sig og í fiskvinnsluhúsunum er beðið eftir hráefninu. - löndun - landað mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Á Bergi VE hafa menn að undanförnu haldið sig gjarnan á Landsuðurhrauni sem er suðaustan við Eyjar og á 70 faðma blettunum svonefndu vestur af Surtsey.

Aflinn sem áhöfnin á Bergi fiskaði í síðasta túr, alls 75 tonn, var ufsi en talsvert var þó líka í trollinu af þorski og ýsu. „Þetta er fallegur fiskur og hver ufsi er gjarnan 12-14 kíló. Þorskurinn er líka mjög stór og fallegur. Annars má velta fyrir sér á hverju fiskurinn lifi núna, þegar engin er loðnan. Þetta er stór spurning en eitthvað veit ég til þess að fiskurinn hefur verið að færa sig alveg upp undir fjöru til að komast þar í æti,“ segir Ragnar.

Umfjöllunina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 9.511 kg
Steinbítur 5.003 kg
Hlýri 610 kg
Langa 165 kg
Ýsa 147 kg
Ufsi 95 kg
Keila 34 kg
Karfi 26 kg
Skarkoli 11 kg
Samtals 15.602 kg
26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 9.511 kg
Steinbítur 5.003 kg
Hlýri 610 kg
Langa 165 kg
Ýsa 147 kg
Ufsi 95 kg
Keila 34 kg
Karfi 26 kg
Skarkoli 11 kg
Samtals 15.602 kg
26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg

Skoða allar landanir »