Áfram útlit fyrir loðnubrest

Skip Hafransóknarstofnunar við bryggju. Árni Friðriksson nær og Bjarni Sæmundsson …
Skip Hafransóknarstofnunar við bryggju. Árni Friðriksson nær og Bjarni Sæmundsson aftar. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Viðbótarleiðangur Hafrannsóknastofnunar mældi ekki nægilegt magn loðnu til að ráðgjöfin um að engar loðnuveiðar verði stundaðar í vetur verði breytt.

„Rannsóknaskipin eru nú á leið til hafnar og verið er að vinna úr gögnum leiðangursins. Það er þó ljóst að það magn sem mældist í þessari yfirferð mun ekki breyta fyrri ráðgjöf um engar veiðar. Aðeins lítill hluti veiðistofnsins var kominn á yfirferðasvæðið miðað við mælingar fyrr í haust,“ segir í tilkynningu á vef Hafrannsóknastofnunar.

Loðnuafurður skiluðu á síðasta ári rúmlega 47 milljörðum króna í útflutningstekjur og rúmum 24 milljörðum árið 2021.

Kostað af útgerðum

Hafrannsóknastofnunar lagði í október til að engar loðnuveiðar yrðu stundaðar fiskveiðiárið 2023/2024 eins og upphafsráðgjöf gerði ráð fyrir.

Ráðgjöfin byggði á niðurstöðum bergmálsmælinga á loðnustofninum á rannsóknarskipunum Árna Friðrikssyni og Tarajoq á tímabilinu 23. ágúst til 23. september, en upphafsráðgjöfin byggði á mælingum á ungloðnu haustið 2022.

Ákveðið var í kjölfarið að halda í viðbótarleiðangur síðar um árið en leiðangurinn var að frumkvæði og kostaður af útgerðum uppsjávarveiðiskipa.

Héldu rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson til loðnumælinga 9. desember. Yfirferð Árna var með landgrunnsbrúninni út af Vestfjörðum og út í Grænlandssund eins og hafís leyfði en Bjarni fór með landgrunnsbrúninni út af Norðurlandi.

Fram kemur á í tilkynningu Hafrannsóknastofnunar að „markmið leiðangursins var að meta magn og dreifingu loðnu sem gengið hefur að íslenska landgrunninu í desember. Magnið er metið með bergmálsmælingum. Með því fást mikilvægar upplýsingar fyrir tímasetningu og umfang á mælingum á stofninum í janúar og febrúar sem munu gefa lokaráðgjöf fyrir loðnuveiðar 2023/2024. Stofnmæling í september síðastliðinn leiddi til þess að ekki var mælt með veiðum.“

Kláruðu yfirferðina í gær

Framvinda leiðangursins er sögð „nokkuð greið enda náðu skipin saman og kláruðu yfirferðina seinni partinn í gær“. Útbreiðsla hafíss hindraði þó yfirferðina talsvert til norðurs. Vestan til á rannsóknasvæðinu var mest af ungloðnu. Hún var þó aðeins blönduð kynþroska loðnu sem myndar veiðistofn á yfirstandandi vertíð.

Þá fannst kynþroska loðna utan við landgrunnsbrúnina út af Strandagrunni og við Kolbeinseyjarhrygg. Þar var um lítið magn að ræða.

Veiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson hafði, í forkönnun sinni fyrir Norðausturlandi viku fyrr, einnig orðið var við lítilsháttar magn loðnu rétt austan Kolbeinseyjarhryggjar en ekki séð neitt austan við það.

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.5.24 331,22 kr/kg
Þorskur, slægður 10.5.24 592,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.5.24 278,70 kr/kg
Ýsa, slægð 10.5.24 177,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.5.24 131,99 kr/kg
Ufsi, slægður 10.5.24 177,98 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 10.5.24 203,55 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.5.24 Gísli EA 221 Grásleppunet
Grásleppa 336 kg
Þorskur 104 kg
Samtals 440 kg
11.5.24 Báran SI 86 Grásleppunet
Grásleppa 412 kg
Skarkoli 22 kg
Samtals 434 kg
11.5.24 Dagur SI 100 Grásleppunet
Grásleppa 876 kg
Þorskur 113 kg
Skarkoli 22 kg
Samtals 1.011 kg
11.5.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 2.825 kg
Þorskur 75 kg
Rauðmagi 12 kg
Samtals 2.912 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.5.24 331,22 kr/kg
Þorskur, slægður 10.5.24 592,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.5.24 278,70 kr/kg
Ýsa, slægð 10.5.24 177,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.5.24 131,99 kr/kg
Ufsi, slægður 10.5.24 177,98 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 10.5.24 203,55 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.5.24 Gísli EA 221 Grásleppunet
Grásleppa 336 kg
Þorskur 104 kg
Samtals 440 kg
11.5.24 Báran SI 86 Grásleppunet
Grásleppa 412 kg
Skarkoli 22 kg
Samtals 434 kg
11.5.24 Dagur SI 100 Grásleppunet
Grásleppa 876 kg
Þorskur 113 kg
Skarkoli 22 kg
Samtals 1.011 kg
11.5.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 2.825 kg
Þorskur 75 kg
Rauðmagi 12 kg
Samtals 2.912 kg

Skoða allar landanir »

Loka