Aðgerðir verði að fylgja viljayfirlýsingum

Náttúruverndarsamtök Íslands vilja að svartolía verði alfarið bönnuð innan 12 …
Náttúruverndarsamtök Íslands vilja að svartolía verði alfarið bönnuð innan 12 mílna landhelgi landsins. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Náttúruverndarsamtök Íslands leggja til að íslensk stjórnvöld banni notkun og flutning á svartolíu innan 12 mílna landhelgi Íslands sem mun útiloka skip með svartolíu um borð frá því að koma nær landinu en 12 mílur. Þetta telja samtökin vera sterk skilaboð um á áherslur íslenskra yfirvalda í baráttunni gegn loftslagsvánni og fyrir bættu umgengni við umhverfið.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í bréfi Náttúruverndarsamtakanna til sjö þingmanna sem sitja þing Norðurlandaráðs í Osló, en þinghald hófst á mánudag og lýkur á morgun. Fundahald fer fram undir fyrirsögninni „Örugg, græn og ung Norðurlönd“.

Í bréfinu eru þingmennirnir hvattir til að fylgja eftir tillögum norrænna umhverfisráðherra um grænar siglingaleiðir í samvinnu við önnur ríki á Norðurlöndum, Evrópusambandið og ríki á Norðurslóðum. Samtökin segja þetta úrræði „áhrifaríkustu aðgerð gegn bráðnun íss og jökla Norðurslóða“.

„Ekki þarf að tíunda það hér að hlýnunarmáttur sótagna (e. black carbon) sem losna við bruna á svartolíu er 680 × meiri en losun af sama magni koltvísýrings yfir 100 ára tímabil og hefur 2.200 × meiri hlýnunarmátt yfir 20 ára tímabil. Því er ljóst að bann við svartolíu gæti gefið lífsnauðsynlegt andrými til að takast á við loftslagsvána, sem brátt kann að reynast óviðráðanleg ef ekki er gripið til raunhæfra aðgerða.“

Jafnframt vekja samtökin athygli á tíðra yfirlýsinga norrænna yfirvalda um mikilvægi þess að draga úr losun mengandi efna frá skipaumferð. „Fylgja verður eftir viljayfirlýsingum með aðgerðum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,38 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 395,54 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 127,02 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,58 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.5.24 Svanur BA 413 Sjóstöng
Þorskur 117 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 132 kg
18.5.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 192 kg
Samtals 192 kg
18.5.24 Hávella ÍS 426 Sjóstöng
Þorskur 265 kg
Samtals 265 kg
18.5.24 Himbrimi BA 415 Sjóstöng
Þorskur 118 kg
Samtals 118 kg
18.5.24 Bjargfugl RE 55 Grásleppunet
Grásleppa 680 kg
Þorskur 39 kg
Rauðmagi 12 kg
Steinbítur 3 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 735 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,38 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 395,54 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 127,02 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,58 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.5.24 Svanur BA 413 Sjóstöng
Þorskur 117 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 132 kg
18.5.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 192 kg
Samtals 192 kg
18.5.24 Hávella ÍS 426 Sjóstöng
Þorskur 265 kg
Samtals 265 kg
18.5.24 Himbrimi BA 415 Sjóstöng
Þorskur 118 kg
Samtals 118 kg
18.5.24 Bjargfugl RE 55 Grásleppunet
Grásleppa 680 kg
Þorskur 39 kg
Rauðmagi 12 kg
Steinbítur 3 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 735 kg

Skoða allar landanir »