Losun Zuiderdam innan marka

Skoðunin leiddi í ljós að útblástur mengungarefna var innan leyfilegra …
Skoðunin leiddi í ljós að útblástur mengungarefna var innan leyfilegra marka mbl.is/Kristófer Liljar

Athugun umhverfisstofnunar á losun hollenska skemmtiferðaskipsins Zuiderdam leiddi í ljós að losun skipsins var inna leyfilegra marka.

Umhvefisstofnun fór í eftirlitsferð um borð í skipið um helgina eftir að bláa gufu lagði frá skip­inu klukku­stund­um sam­an þegar það var við bryggju við Ak­ur­eyr­ar­höfn í síðustu viku.

Skoðunin leiddi í ljós að útblástur mengungarefna var innan leyfilegra marka, en bilun í hreinsibúnaði olli stróknum, að því er fram kemur á vef Rúv

Þor­steinn Jó­hanns­son, sér­fræðing­ur í loft­meng­un hjá Um­hverf­is­stofn­un, sagði við mbl.is í síðustu viku að stærri skip væru gjarnan með svo­kölluð „scrubber“, hreinsi­kerfi sem fyrst og fremst eru notuð til þess að hreinsa brenni­stein, en hjálp­ar til við að hreinsa önn­ur meng­un­ar­efni. Það veld­ur því gjarn­an að vatns­guf­an er meiri en vant er.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert