Flestum sagt upp og fiskvinnslu hætt

Fiskvinnslu Kambs ehf. í Hafnarfirði verður lokað eigi síðar en …
Fiskvinnslu Kambs ehf. í Hafnarfirði verður lokað eigi síðar en 30. október næstkomandi. Ljósmynd/Kambur ehf.

Brim hefur ákveðið að loka fiskvinnslu dótturfélagsins Kambs ehf. í Hafnarfirði í síðasta lagi 30. október og hefur flestum af 31 starfsmanni verið sagt upp. Ákvörðunin er sögð vegna mikils samdráttar í útgefnum veiðiheimildum botnfisks og er lagt upp með að færa vinnsluna í botnfiskvinnslu Brims í Norðurgarði í Reykjavík.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Brims.

Þar segir að samráð hafi verið haft við fulltrúa stéttarfélaga starfsmanna í aðdraganda ákvarðarinnar og að leitast verði við að finna starfsmönnum sambærileg störf í fiskvinnslu Brims í Norðurgarði í Reykjavík eða önnur störf innan samstæðu Brims á næstu vikum. Auk þess verði þeim veitt ráðgjöf og aðstoð við atvinnuleit.

Brim keypti fiskvinnsluna Kamb ehf. og útgerðina Grábrók ehf. á þrjá milljarða árið 2019.

„Umtalsverðar sviptingar hafa verið í sjávarútvegi og á alþjóðamörkuðum frá því Brim festi kaup á Fiskvinnslunni Kambi í október 2019. Heildar aflaheimildir í þorski á Íslandsmiðum hafa verið skertar um 23,5%, samkeppnisstaða við erlendar fiskvinnslur um kaup á hráefni/fiski til vinnslu á innlendum fiskmörkuðum hefur verið erfið, verðið hefur verið hátt og afkoman af vinnslu á því hráefni því engin auk þessa hafa orðið miklar kostnaðarhækkanir, bæði innanlands og erlendis, sem hafa haft áhrif á reksturinn,“ segir í tilkynningunni.

Kveðst fyrirtækið vera að „bregðast við breyttum rekstraraðstæðum, styrkja botnfiskvinnslu Brims og þannig styðja við rekstur félagsins til lengri tíma.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,63 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 394,64 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 126,74 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,50 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.5.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 1.786 kg
Þorskur 177 kg
Samtals 1.963 kg
17.5.24 Gísli EA 221 Grásleppunet
Grásleppa 2.729 kg
Þorskur 53 kg
Samtals 2.782 kg
17.5.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Keila 215 kg
Þorskur 192 kg
Karfi 114 kg
Steinbítur 47 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 575 kg
17.5.24 Steini G SK 14 Grásleppunet
Grásleppa 1.685 kg
Þorskur 298 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 1.987 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,63 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 394,64 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 126,74 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,50 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.5.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 1.786 kg
Þorskur 177 kg
Samtals 1.963 kg
17.5.24 Gísli EA 221 Grásleppunet
Grásleppa 2.729 kg
Þorskur 53 kg
Samtals 2.782 kg
17.5.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Keila 215 kg
Þorskur 192 kg
Karfi 114 kg
Steinbítur 47 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 575 kg
17.5.24 Steini G SK 14 Grásleppunet
Grásleppa 1.685 kg
Þorskur 298 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 1.987 kg

Skoða allar landanir »