Brim seldi nýkeypt skip vegna veiðibanns

Þerney RE-3, nú Tasermiut GR 1-1, var í eigu Brims …
Þerney RE-3, nú Tasermiut GR 1-1, var í eigu Brims í stutta stund. mbl.is/Þorgeir

Frystitogarinn sem Brim hf. keypti frá Grænlandi á 2,9 milljarða króna hefur verið seldur aftur til Grænlands. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, segir bann við djúpkarfaveiðum sem hafi komið á óvart hafi verið helsta ástæða þess að selja þurfti skipið. „Það er bara allt í einu hægt að banna alfarið veiðar á einni tegund sem veiðist sem meðafli með því að ráðuneytið breyti nýtingarstefnu án þess að ráðfæra sig við nokkurn mann.“

Í vor festi Brim kaup á grænlenska frystitogaranum Tuukkaq af Tuukkaq Trawl AS sem er hlutdeildarfélag Royal Greenland AS. Togarinn fékk nafnið Þerney RE-3 og stóð til að gera skipið út á tegundir sem ekki eru hefðbundnar flakategundir, en nýverið var ákveðið að selja skipið og hefur það nú fengið nafnið Tasermiut GR 1-1 og verður gert út frá Nanortalik.

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims. mbl.is/Hallur Már

„Matvælaráðuneytið breytti nýtingarstefnu í djúpkarfa án þess að tala við greinina og þar af leiðandi er bara búið að banna að veiða þessa tegund. Það lítur illa út fyrir Ísland því þá lítur út eins og við séum ekki að standa okkur í fiskveiðistjórnun, en það er ekkert mál að veiða þessa tegund. Hann veiðist sem meðafli á miðunum og með því að banna djúpkarfaveiðar er verið að teppa aðrar veiðar svo sem veiðar á grálúðu og gulllax,“ segir Guðmundur.

Ekki ráðgjöfinni að kenna

Hafrannsóknastofnun ráðlagði að engar veiðar á djúpkarfa yrðu stundaðar fiskveiðiárið 2023/2024 og vísaði stofnunin til þess að ákveðið hafði verið á rýnifundi fyrr á árinu að beita nýrri stofnmatsaðferð fyrir djúpkarfa í samræmi við nýjar leiðbeiningar Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) og voru samhliða nýir viðmiðunarpunktar fyrir stofninn skilgreindir.

Guðmundur segir þó ekki vandann vera tengt ráðgjöfinni þó fólk kunni að hafa ýmsar skoðanir á hinum nýju aðferðum.

„Hafrannsóknastofnun gerir bara rannsóknir og veitir ráðgjöf, en ráðuneytið er með nýtingarstefnuna og við þurfum að taka tillit til efnahagslegra þátta þar. Við hefðum kannski getað minnkað veiðina á djúpkarfa, en banna ekki algjörlega veiðarnar. Rússar veiða djúpkarfa hérna rétt fyrir utan 200 mílurnar, Færeyingar veiða djúpkara, Grænlendingar veiða djúpkarfa og Norðmenn veiða djúpkarfa.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.5.24 333,99 kr/kg
Þorskur, slægður 3.5.24 570,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.5.24 124,76 kr/kg
Ýsa, slægð 3.5.24 153,38 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.5.24 101,25 kr/kg
Ufsi, slægður 3.5.24 131,97 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 3.5.24 127,10 kr/kg
Litli karfi 2.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.5.24 Skúli ST 75 Grásleppunet
Grásleppa 2.690 kg
Þorskur 867 kg
Ufsi 185 kg
Skarkoli 133 kg
Steinbítur 42 kg
Samtals 3.917 kg
3.5.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 5.413 kg
Þorskur 1.277 kg
Skarkoli 175 kg
Ufsi 65 kg
Steinbítur 35 kg
Samtals 6.965 kg
3.5.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 282 kg
Grásleppa 207 kg
Steinbítur 33 kg
Skarkoli 29 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 563 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.5.24 333,99 kr/kg
Þorskur, slægður 3.5.24 570,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.5.24 124,76 kr/kg
Ýsa, slægð 3.5.24 153,38 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.5.24 101,25 kr/kg
Ufsi, slægður 3.5.24 131,97 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 3.5.24 127,10 kr/kg
Litli karfi 2.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.5.24 Skúli ST 75 Grásleppunet
Grásleppa 2.690 kg
Þorskur 867 kg
Ufsi 185 kg
Skarkoli 133 kg
Steinbítur 42 kg
Samtals 3.917 kg
3.5.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 5.413 kg
Þorskur 1.277 kg
Skarkoli 175 kg
Ufsi 65 kg
Steinbítur 35 kg
Samtals 6.965 kg
3.5.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 282 kg
Grásleppa 207 kg
Steinbítur 33 kg
Skarkoli 29 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 563 kg

Skoða allar landanir »

Loka