Síldarvinnslan metin á 210 milljarða króna

Síldarvinnslan er verðmætasta sjávarútvegsfyrirtækið í kauphöllinni.
Síldarvinnslan er verðmætasta sjávarútvegsfyrirtækið í kauphöllinni. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Síldarvinnslan hf. er langtum verðmætasta sjávarútvegsfyrirtækið í kauphöllinni og er metið á 210,4 milljarða króna en gengi bréfanna er nú 114 krónur á hlut. Frá áramótum hefur gengi bréfanna verið lægst 113,5 krónur en hæst 127 krónur, sem er jafnframt hæsta gengi bréfanna frá því að Síldarvinnslan var skráð á markað.

Athygli vekur að aðeins tæp tvö ár eru frá því að Síldarvinnslan var skráð á markað og nam gengi bréfanna 65,7 krónur á hlut við lok fyrsta viðskiptadags 27. maí 2021. Bréfin hafa því hækkað um rúm 73% frá þeim tíma, en hækunnin er meiri ef mælt er frá útboðsgenginu sem var á bilinu 55 til 58 krónur á hlut.

Sjö lífeyrissjóðir fara með um fimmtungshlut í fyrirtækinu og hafa því þúsundir sjóðsfélaga í gegnum sjóði sína hagnast um fleiri milljarða á kaupá hlutum við skráningu félagsins í kauphöllina.

Tæplega 400 milljarðar

Brim hf. er nú metið á 168,9 milljarða króna en gengi bréfanna er 86,4 krónur á hlut. Frá áramótum var gengi bréfanna lægst 78,5 krónur en hæst 95 krónur, en á undanförnum 12 mánuðum hafa bréfin hæst náð 101 krónu á hlut.

Iceland Seafood International hf. er metið á 17,9 milljarða króna samkvæmt gengi bréfanna í kauphöllinni, en það er nú 6,6 krónur á hlut. Frá áramótum hefur gengi bréfanna hæst verið 7,35 krónur á hlut en lægst 5,85 krónur. Um er að ræða töluvert lægra gengi en árin 2021 og 2022 en fyrir rúmu ári síðan var gengi bréfanna í kringum 15 til 16 krónur á hlut.

Samalagt er verðmæti félaganna þriggja í dag 397 milljarðar króna en var í janúar í fyrra 354 milljarðar króna. Verðmæti félaganna hefur því hækkað um 43 milljarða króna, eða 12%, á rúmu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.5.24 424,65 kr/kg
Þorskur, slægður 7.5.24 604,71 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.5.24 267,07 kr/kg
Ýsa, slægð 7.5.24 130,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.5.24 142,93 kr/kg
Ufsi, slægður 7.5.24 140,01 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 7.5.24 270,05 kr/kg
Litli karfi 6.5.24 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.5.24 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 57 kg
Steinbítur 47 kg
Hlýri 6 kg
Skötuselur 6 kg
Langa 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 123 kg
7.5.24 Bibbi Jónsson ÍS 65 Grásleppunet
Grásleppa 3.221 kg
Þorskur 50 kg
Samtals 3.271 kg
7.5.24 Gísli EA 221 Grásleppunet
Grásleppa 3.493 kg
Þorskur 177 kg
Samtals 3.670 kg
7.5.24 Kvikur EA 20 Grásleppunet
Grásleppa 3.064 kg
Þorskur 180 kg
Samtals 3.244 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.5.24 424,65 kr/kg
Þorskur, slægður 7.5.24 604,71 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.5.24 267,07 kr/kg
Ýsa, slægð 7.5.24 130,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.5.24 142,93 kr/kg
Ufsi, slægður 7.5.24 140,01 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 7.5.24 270,05 kr/kg
Litli karfi 6.5.24 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.5.24 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 57 kg
Steinbítur 47 kg
Hlýri 6 kg
Skötuselur 6 kg
Langa 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 123 kg
7.5.24 Bibbi Jónsson ÍS 65 Grásleppunet
Grásleppa 3.221 kg
Þorskur 50 kg
Samtals 3.271 kg
7.5.24 Gísli EA 221 Grásleppunet
Grásleppa 3.493 kg
Þorskur 177 kg
Samtals 3.670 kg
7.5.24 Kvikur EA 20 Grásleppunet
Grásleppa 3.064 kg
Þorskur 180 kg
Samtals 3.244 kg

Skoða allar landanir »