„Menn misskilja algjörlega þessa grein“

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir marga misskilja ákvæði í …
Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir marga misskilja ákvæði í nýjum kjarasamningi sjómanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Menn misskilja algjörlega þessa grein 1.39.1 um ný skip og nýjar veiðigreinar,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands (SSÍ), í Morgunblaðinu í dag um þá gagnrýni sem nýr kjarasamningur sjómanna hefur hlotið.

Samningurinn var undirritaður 9. febrúar síðastliðinn og hófst atkvæðagreiðsla meðal sjómanna 17. febrúar og lýkur 10. mars. Í vikunni ritaði Ægir Ólafsson varaformaður SSÍ pistil sem birtur var á vef sambandsins þar sem hann biðlaði til sjómanna að samþykkja samninginn og hafna honum ekki á grundvelli villandi upplýsinga á samfélagsmiðlum.

Snýr málið að ákvæði um breytingar á skiptaprósentu – sem er til grundvallar launum sjómanna – við fjölgun eða fækkun í áhöfn vegna fjárfestinga í nýju skipi eða búnaði. Markmiðið er sagt vera að tryggja hlut sjómanna í ágóðanum sem verður til við fjárfestinguna.

„Það vorum við sem fórum fram á að þessari grein yrði breytt, þannig að við höfum eitthvað í höndum til að veita viðspyrnu. Það er ekki nóg að útgerðin komi og segist hafa sett upp nýjan flokkara á millidekkið og krefjist lægri skiptaprósentu, það verður að sýna fram á verðmætisaukningu. Að halda því fram að eðlilegt viðhald á skipi gæti lækkað skiptaprósentuna er bara bull. Það er bara útgerðarmanna að halda sínum tækjum og tólum við án þess að við komum nálægt því. Menn eru algjörlega að misskilja þess grein,“ segir Valmundur.

Umfjöllunina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,38 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 395,54 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 127,02 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,58 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.5.24 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Þorskur 294 kg
Grásleppa 197 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 501 kg
20.5.24 Gísli EA 221 Grásleppunet
Grásleppa 1.253 kg
Þorskur 158 kg
Samtals 1.411 kg
20.5.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 948 kg
Samtals 948 kg
20.5.24 Kvikur EA 20 Grásleppunet
Grásleppa 2.136 kg
Samtals 2.136 kg
20.5.24 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 112 kg
Þorskur 75 kg
Skarkoli 23 kg
Samtals 210 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,38 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 395,54 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 127,02 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,58 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.5.24 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Þorskur 294 kg
Grásleppa 197 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 501 kg
20.5.24 Gísli EA 221 Grásleppunet
Grásleppa 1.253 kg
Þorskur 158 kg
Samtals 1.411 kg
20.5.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 948 kg
Samtals 948 kg
20.5.24 Kvikur EA 20 Grásleppunet
Grásleppa 2.136 kg
Samtals 2.136 kg
20.5.24 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 112 kg
Þorskur 75 kg
Skarkoli 23 kg
Samtals 210 kg

Skoða allar landanir »