Afkoma í sjávarútvegi ekki betri en í öðrum greinum

Svanur Guðmundsson segir áaf og frá að afkoma í sjávarútvegi …
Svanur Guðmundsson segir áaf og frá að afkoma í sjávarútvegi sé meiri en í öðrum atvinnugreinum landsins. Samsett mynd

„Í oft og tíðum ruglingslegri umræðu um sjávarútveginn hafa margir lagt lykkju á leið sína til þess að halda því fram að hagnaður og afkoma fyrirtækja þar sé önnur og betri en þekkist í íslensku samfélagi. Það geri síðan fyrirtækjum í sjávarútvegi kleift að kaupa „upp“ aðrar atvinnugreinar. Ekkert er fjær lagi, því fyrirtæki í sjávarútvegi eru ekki með betri afkomu en gengur og gerist og arðsemi þar er síst meiri en við eigum að venjast á íslenskum fyrirtækjamarkaði.“

Þetta segir Svanur Guðmundsson, sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

HAnn segir jafnframt liggja fyrir að því meiri sem framlegð fyrirtækja í sjávarútvegi sé, því meira fáist í ríkissjóð með auðlindagjöldum. „Ef fyrirtækjum í sjávarútvegi tekst að bæta afkomu sína, þá græðir þjóðin í formi hærri auðlindagjalda, aukinna skattgreiðslna og vaxandi gjaldeyristekna.“

Í greininni ber Svanur saman framlegð og ávöxtun eigin fjár nokkurra atvinnugreina á grundvelli ársreikninga 900 félaga frá árunum 2020 og 2021.

„Það er óhætt að segja að afkoman í sjávarútvegi sé síður en svo einstök og satt best að segja ekkert sérstök. Við sjáum einnig af myndinni að það eru svipuð arðsemishlutföll í sjávarútvegi og mannvirkjagerð þó að markaðshlutdeild í sjávarútvegi sé dreifðari,“ skrifar hann í greininni.

Grein Svans má lesa í Morgunblaðinu í dag eða í netvænni útgáfu hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.5.24 428,26 kr/kg
Þorskur, slægður 14.5.24 476,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.5.24 258,88 kr/kg
Ýsa, slægð 14.5.24 249,04 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.5.24 127,80 kr/kg
Ufsi, slægður 14.5.24 132,47 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 14.5.24 258,68 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.5.24 Flugaldan AK 14 Handfæri
Þorskur 729 kg
Ufsi 7 kg
Karfi 1 kg
Samtals 737 kg
14.5.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 4.181 kg
Ýsa 162 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 4.346 kg
14.5.24 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 13.059 kg
Ýsa 1.933 kg
Steinbítur 294 kg
Samtals 15.286 kg
14.5.24 Sæborg EA 125 Handfæri
Þorskur 425 kg
Samtals 425 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.5.24 428,26 kr/kg
Þorskur, slægður 14.5.24 476,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.5.24 258,88 kr/kg
Ýsa, slægð 14.5.24 249,04 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.5.24 127,80 kr/kg
Ufsi, slægður 14.5.24 132,47 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 14.5.24 258,68 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.5.24 Flugaldan AK 14 Handfæri
Þorskur 729 kg
Ufsi 7 kg
Karfi 1 kg
Samtals 737 kg
14.5.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 4.181 kg
Ýsa 162 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 4.346 kg
14.5.24 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 13.059 kg
Ýsa 1.933 kg
Steinbítur 294 kg
Samtals 15.286 kg
14.5.24 Sæborg EA 125 Handfæri
Þorskur 425 kg
Samtals 425 kg

Skoða allar landanir »