Veiðigjöld hækka töluvert um áramótin

Veiðigjöldin taka nokkrum breytingum um áramótin og verður nokkuð um …
Veiðigjöldin taka nokkrum breytingum um áramótin og verður nokkuð um hækkanir á helstu nytjastofnum. Ljósmynd/Síldarvinnslan/Guðmundur Alfreðsson

Hinn 1. janúar taka gildi ný veiðigjöld fyrir árið 2022 og mun gjald á marga mikilvæga nytjastofna hækka töluvert. Gjald á þorsk mun hækka um 7% í 17,74 krónur á hvert óslægt kíló og gjald á ýsu hækkar um 4% í 17,11 krónur á hvert kíló. Þá hækkar gjald á steinbít um 8% í 14,8 krónur og á skarkola um 17% í 4,24 krónur.

Mesta hækkunin er á skötusel og hækkar gjaldið samkvæmt auglýsingu yfirvalda í Stjórnartíðindum um 496%, úr 3,83 krónum á þessu ári í 22,84 krónur árið 2022. Næstmest hækkar veiðigjald sem lagt verður á kolmunna og fer það úr 0,99 krónum í 2,15 krónur á kíló.

Miklar hækkanir verða einnig í öðrum uppsjávartegundum og hækkar gjald á makríl um 66% milli ára í 5,27 krónur. Meiri hækkun verður í síldinni og hækkar gjaldið úr 2,68 krónum í 4,76 krónur, eða um 78%.

Ekki er hægt að ganga að því vísu að tekjur ríkissjóðs af veiðigjöldum aukist þrátt fyrir hækkanirnar þar sem verulegar skerðingar hafa til dæmis átt sér stað í úthlutuðum veiðiheimildum í þorski, sem er ein verðmætasta tegundin í útflutningi sjávarafurða.

60 þúsund á langreyði

Veiðigjöld lækka einnig milli ára í einstökum tegundum og er mesta lækkunin í karfa þar sem gjald fer úr 11,83 krónum í 9,59 krónur og nemur lækkunin því 19%. Þá lækkar veiðigjald á hlýra um 17% í 10,04 krónur á kíló, gjald á ufsa lækkar um 12% í 8,82 krónur og gjald á þykkvalúru fer úr 33,59 krónum í 31,32 krónur og lækkar því um 7%.

Veiðigjald fyrir hverja langreyði verður 59.442 krónur og 9.511 krónur fyrir hverja hrefnu. Veiðigjald á sjávargróður verður 594 krónur á hvert landað tonn klóþangs, hrossaþara og stórþara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.5.24 428,11 kr/kg
Þorskur, slægður 14.5.24 476,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.5.24 258,87 kr/kg
Ýsa, slægð 14.5.24 249,04 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.5.24 128,31 kr/kg
Ufsi, slægður 14.5.24 132,47 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 14.5.24 258,83 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.5.24 Flugaldan AK 14 Handfæri
Þorskur 729 kg
Ufsi 7 kg
Karfi 1 kg
Samtals 737 kg
14.5.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 4.181 kg
Ýsa 162 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 4.346 kg
14.5.24 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 13.059 kg
Ýsa 1.933 kg
Steinbítur 294 kg
Samtals 15.286 kg
14.5.24 Sæborg EA 125 Handfæri
Þorskur 425 kg
Samtals 425 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.5.24 428,11 kr/kg
Þorskur, slægður 14.5.24 476,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.5.24 258,87 kr/kg
Ýsa, slægð 14.5.24 249,04 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.5.24 128,31 kr/kg
Ufsi, slægður 14.5.24 132,47 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 14.5.24 258,83 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.5.24 Flugaldan AK 14 Handfæri
Þorskur 729 kg
Ufsi 7 kg
Karfi 1 kg
Samtals 737 kg
14.5.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 4.181 kg
Ýsa 162 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 4.346 kg
14.5.24 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 13.059 kg
Ýsa 1.933 kg
Steinbítur 294 kg
Samtals 15.286 kg
14.5.24 Sæborg EA 125 Handfæri
Þorskur 425 kg
Samtals 425 kg

Skoða allar landanir »