Sex ráðherrar þurfa að svara fyrir makríl

Málið hefur ekki verið tekið fyrir í nefndinni.
Málið hefur ekki verið tekið fyrir í nefndinni. mbl.is/Árni Sæberg

Þótt dómstólar hafi ekki dæmt ríkið til að greiða útgerðum skaðabætur vegna ólögmætrar úthlutunar makrílkvóta, samkvæmt dómi Hæstaréttar, má áætla að tap þeirra fjögurra útgerða sem höfðuðu mál nemi mörgum milljörðum króna frá árinu 2011. Þá er ótalið tjón þeirra útgerða sem ekki fóru í mál.

Fordæmi er fyrir því að slíkt mál sé tekið upp í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Hins vegar er langsótt að viðkomandi ráðherrar verði kærðir skv. lögum um ráðherraábyrgð.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og umboðsmaður Alþingis eru hluti af eftirliti Alþingis með framkvæmdavaldinu. Þá eru í gildi lög um ráðherraábyrgð og landsdóm.

Rætt í þingnefnd?

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur frumkvæði að því að kanna ákvarðanir einstakra ráðherra og verklag þeirra. Aðeins reyndi á þetta ákvæði fyrr á þessu ári þegar Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra var kölluð á fund nefndarinnar til að svara spurningum um ákvarðanir og verklag við vinnslu tillögu um skipan dómara við nýstofnaðan Landsrétt. Nefndin fjallaði um málið á mörgum fundum en ákvað síðan að gera hlé til að gefa umboðsmanni Alþingis rými til að taka afstöðu til þess hvort hann hefji frumkvæðisathugun á málinu. Umboðsmaður ákvað síðan að gera það ekki.

Samkvæmt upplýsingum frá Helgu Völu Helgadóttur, formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hefur þetta mál ekki verið tekið fyrir í nefndinni. Það muni mögulega komast á dagskrá á nýju ári, þó að ennþá hafi ekkert verið um það rætt.

Þótt Jón Bjarnason, þáverandi sjávarútvegsráðherra, hafi gefið út fyrstu reglugerðirnar um stjórnun makrílveiða hafa síðan setið fimm sjávarútvegs- eða atvinnuvegaráðherrar, Steingrímur J. Sigfússon, Sigurður Ingi Jóhannsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Kristján Þór Júlíusson. Reglugerðin er endurnýjuð árlega og því hlýtur ábyrgð allra að koma til álita, ef á annað borð er verið að kanna hana. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að sérfræðingar á auðlindaskrifstofu ráðuneytisins vöruðu ráðherra við því að reglugerðin bryti í bága við lög.

Í tíð Sigurðar Inga gaf umboðsmaður Alþingis út álit sem gekk í sömu átt og hæstaréttardómurinn. Sigurður brást við með því að leggja fram frumvarp á Alþingi um að kvótasetja makrílinn en það náði ekki fram að ganga.

Ítarlegri umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.5.24 401,11 kr/kg
Þorskur, slægður 9.5.24 556,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.5.24 308,63 kr/kg
Ýsa, slægð 9.5.24 275,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.5.24 126,52 kr/kg
Ufsi, slægður 9.5.24 127,73 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 9.5.24 222,99 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.5.24 Bobby 7 ÍS 367 Sjóstöng
Steinbítur 196 kg
Þorskur 193 kg
Samtals 389 kg
10.5.24 Bobby 2 ÍS 362 Sjóstöng
Þorskur 77 kg
Samtals 77 kg
10.5.24 Bobby 11 ÍS 371 Sjóstöng
Þorskur 58 kg
Samtals 58 kg
10.5.24 Seigur Iii Grásleppunet
Grásleppa 401 kg
Þorskur 58 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 462 kg
10.5.24 Elva Björg SI 84 Grásleppunet
Grásleppa 622 kg
Samtals 622 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.5.24 401,11 kr/kg
Þorskur, slægður 9.5.24 556,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.5.24 308,63 kr/kg
Ýsa, slægð 9.5.24 275,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.5.24 126,52 kr/kg
Ufsi, slægður 9.5.24 127,73 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 9.5.24 222,99 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.5.24 Bobby 7 ÍS 367 Sjóstöng
Steinbítur 196 kg
Þorskur 193 kg
Samtals 389 kg
10.5.24 Bobby 2 ÍS 362 Sjóstöng
Þorskur 77 kg
Samtals 77 kg
10.5.24 Bobby 11 ÍS 371 Sjóstöng
Þorskur 58 kg
Samtals 58 kg
10.5.24 Seigur Iii Grásleppunet
Grásleppa 401 kg
Þorskur 58 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 462 kg
10.5.24 Elva Björg SI 84 Grásleppunet
Grásleppa 622 kg
Samtals 622 kg

Skoða allar landanir »