Ríkið dæmt í milljarða makrílbætur

Silfur hafsins: Feitur og fallegur makríll á færibandinu hjá Vinnslustöðinni …
Silfur hafsins: Feitur og fallegur makríll á færibandinu hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Vinnslustöðin

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag ríkið til greiðslu hátt í tveggja milljarða króna skaðabóta í tveimur málum sem Huginn VE-55 og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum ráku vegna tjóns, sem útgerðirnar urðu fyrir við útgáfu makrílkvóta á liðnum áratug.

Útgerðirnar byggðu kröfur sínar á því að ríkið væri skaðabótaskylt, þar sem ranglega hefði verið staðið að úthlutun makrílkvóta, annars vegar árin 2011-2014 og hins vegar 2014-2018. Minna hefði komið í hlut fyrirtækjanna en þeim hefði borið samkvæmt lögum.

Fimm útgerðir féllu frá skaðabótakröfu

Upphaflega stefndu sjö útgerðarfélög ríkinu árið 2019 til greiðslu skaðabóta alls að upphæð um 10,2 milljarða króna. Fimm félaganna féllu frá málarekstri á fyrri stigum, en þar áttu í hlut félögin Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes. Huginn og Vinnslustöðin héldu málunum hins vegar til streitu og höfðu sem fyrr segir sigur í dag.

Upphafleg krafa Vinnslustöðvarinnar 982 milljónum króna og Hugins 839 milljónum. Aðilar sættust á dómkvadda, óvilhalla matsmenn til að meta hið fjárhagslegt tjón, sem nú skal bætt.

Ekki var um það deilt að ríkið bæri skaðabótaábyrgð á því fjártjóni, sem útgerðirnar kynnu að hafa orðið fyrir þar sem Fiskistofa hefði úthlutað þeim minni aflaheimildum á grundvelli reglugerða en lög mæltu fyrir um. Þá hefðu kröfur útgerðanna lækkað að teknu tilliti til mats fyrrnefndra matsmanna um samfellda veiðireynslu og hagnaðarmissi af þeim völdum.

Ríkið krafðist samt sem áður sýknu en lækkunar á dómkröfum til vara. Byggði ríkið á því að þrátt fyrir að bótaskylda sín lægi ljós fyrir hefðu útgerðirnar ekki sýnt fram á bein orsakatengsl, afleiðingar og umfang tjóns síns.

Dómurinn féllst ekki á það og vísaði til matsgerðarinnar og þess að um samfellda veiðireynslu hefði verið að ræða, en hins vegar var sú grundvallarregla skaðabótaréttar virt að að virða alla óvissu stefnda í hag.

Hæstiréttur felldi tvo dóma í desember 2018 um að ekki hefði verið byggt á aflareynslu við útgáfu makrílkvóta á grundvelli reglugerða 2011 til 2014 eins og skylt hefði verið og sama fyrirkomulag hefði verið viðhaft fram til 2018.

Upp undir tveir milljarða í bætur

Dómarnir í báðum málunum voru tvískiptir eftir tímabilum í samræmi við dómkröfur stefnenda.

Í hlut Hugins komu samtals 466 milljónir kr., en einnig var fallist á skaðabótavexti frá 2015 og einstökum tímabilum og svo dráttarvexti frá 24. júlí 2021, auk 10 milljóna kr. í málskostnað.  Ætla má að endanleg upphæð, sem ríkið þurfi að gjalda Hugin hlaupi á bilinu 7-800 milljónir kr.

Vinnslustöðinni voru hins vegar dæmdar samtals 517 milljónir kr. í bætur, skaðabótavexti og dráttarvexti líkt og í máli Hugins, auk 15 milljón kr. í málskostnað. Líklegt er að endanleg upphæð sé á milli 8-900 milljóna kr.

Dómararnir Pétur Dam Leifsson, Hildur Briem og Sveinn Agnarsson dæmdu í báðum málunum í dag, Stefán A. Svensson gætti hagsmuna Hugins, en Ragnar H. Hall var lögmaður Vinnslustöðvarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.4.24 441,26 kr/kg
Þorskur, slægður 28.4.24 575,91 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.4.24 267,10 kr/kg
Ýsa, slægð 28.4.24 185,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.4.24 157,19 kr/kg
Ufsi, slægður 28.4.24 185,80 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 28.4.24 175,43 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 6.882 kg
Þorskur 284 kg
Skarkoli 47 kg
Samtals 7.213 kg
27.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 1.632 kg
Þorskur 72 kg
Rauðmagi 28 kg
Samtals 1.732 kg
27.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 4.115 kg
Þorskur 155 kg
Sandkoli 47 kg
Þykkvalúra 20 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 4.341 kg
27.4.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 1.313 kg
Karfi 492 kg
Þorskur 320 kg
Ýsa 170 kg
Steinbítur 94 kg
Þykkvalúra 14 kg
Grásleppa 9 kg
Hlýri 7 kg
Samtals 2.419 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.4.24 441,26 kr/kg
Þorskur, slægður 28.4.24 575,91 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.4.24 267,10 kr/kg
Ýsa, slægð 28.4.24 185,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.4.24 157,19 kr/kg
Ufsi, slægður 28.4.24 185,80 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 28.4.24 175,43 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 6.882 kg
Þorskur 284 kg
Skarkoli 47 kg
Samtals 7.213 kg
27.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 1.632 kg
Þorskur 72 kg
Rauðmagi 28 kg
Samtals 1.732 kg
27.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 4.115 kg
Þorskur 155 kg
Sandkoli 47 kg
Þykkvalúra 20 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 4.341 kg
27.4.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 1.313 kg
Karfi 492 kg
Þorskur 320 kg
Ýsa 170 kg
Steinbítur 94 kg
Þykkvalúra 14 kg
Grásleppa 9 kg
Hlýri 7 kg
Samtals 2.419 kg

Skoða allar landanir »