Vill stækka verulega

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi HB Granda.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi HB Granda. Kristinn Magnússon

„Ég vildi að HB Grandi yrði í 12% kvótaþakinu að minnsta kosti. En það er fleira sem þarf að gerast. Við munum án efa leita samstarfs við sjávarútvegsfyrirtæki í nágrannalöndunum og víðar. Og þá viljum við líka fjárfesta í sölu- og markaðsfyrirtæki erlendis. Félagið er að byrja vinnu við nýja stefnumótun í þessum anda.“ Þannig lýsir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi HB Granda, atburðarásinni sem leiddi til þess að stærstu lífeyrissjóðir landsins ákváðu að ganga ekki að yfirtökutilboði hans á fyrirtækinu fyrr á þessu ári.

Guðmundur segir að HB Grandi sé vel í stakk búinn til að ráðast í frekari fjárfestingar. Það sé m.a. kostur þess að hafa félagið skráð á markað að aðgengi að lánsfé á góðum kjörum sé auðsótt.

Hlutlaust mat á verðmætinu

Í ítarlegu viðtali á miðopnu ViðskiptaMoggans í dag ræðir Guðmundur um kaupin á HB Granda, forstjóraskiptin og þá framtíðarsýn sem hann hefur fyrir hið sögufræga útgerðarfélag. Hann gefur ekkert fyrir gagnrýni á nýtilkynnt kaup HB Granda á öllu hlutafé Ögurvíkur en eigandi fyrirtækisins er Brim sem Guðmundur er eigandi að.

„Við erum búin að fá nokkur hlutlaus möt á verðgildi Ögurvíkur. HB Grandi getur ekki verið að kaupa eignir af stærsta eiganda fyrirtækisins á einhverju yfirverði. Hvort seljandinn er að hagnast eða tapa á viðskiptunum skiptir ekki máli í þessu sambandi. Það sem skiptir máli er að hluthafarnir séu sáttir.“ Stjórn félagsins mun taka kaupin til umfjöllunar á fundi sem boðaður hefur verið í dag en Guðmundur ítrekar að þá eigi hluthafafundur einnig eftir að leggja blessun sína yfir viðskiptin og þá verði ákvörðunin í kjölfarið borin undir Samkeppniseftirlitið.

Vill auknar heimildir

Gangi kaupin á Ögurvík eftir verður aflamark HB Granda 11,19% en lögum samkvæmt má það ekki fara yfir 12%. Guðmundur segir að félagið þurfi að geta náð meiri hagræðingu út úr rekstrinum en það þak setur félaginu.

„Félagið er skráð á markað, í dreifðri eignaraðild og allir geta keypt sig inn í það eða selt. Stjórnvöld verða að ákveða hvar markið liggur en ég sæi fyrir mér að skráð félag eins og HB Grandi gæti haldið á 20% aflaheimildanna í landinu.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,38 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 395,54 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 127,02 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,58 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.5.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 4.962 kg
Ýsa 1.338 kg
Steinbítur 561 kg
Keila 136 kg
Karfi 4 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 7.005 kg
18.5.24 Svanur BA 413 Sjóstöng
Þorskur 117 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 132 kg
18.5.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 192 kg
Samtals 192 kg
18.5.24 Hávella ÍS 426 Sjóstöng
Þorskur 265 kg
Samtals 265 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,38 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 395,54 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 127,02 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,58 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.5.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 4.962 kg
Ýsa 1.338 kg
Steinbítur 561 kg
Keila 136 kg
Karfi 4 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 7.005 kg
18.5.24 Svanur BA 413 Sjóstöng
Þorskur 117 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 132 kg
18.5.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 192 kg
Samtals 192 kg
18.5.24 Hávella ÍS 426 Sjóstöng
Þorskur 265 kg
Samtals 265 kg

Skoða allar landanir »