Áfengissala á netinu á uppleið

Salan fyrir páska í ár dróst saman um 3,5% í …
Salan fyrir páska í ár dróst saman um 3,5% í lítrum miðað við páskavikuna í fyrra. mbl.is/Hákon Pálsson

„Salan fyrir páska í ár er 3,5% minni í lítrum en í páskavikunni í fyrra,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir aðstoðarforstjóri ÁTVR. Hún segir að í ár hafi selst 549,8 þúsund lítrar af áfengi, en í fyrra hafi það verið 569,7 þúsund lítrar. Þar af var mesta salan í lagerbjór í ár, eða 405 þúsund lítrar.

„Í heildina komu rúmlega 97 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar í vikunni fyrir páska og af þeim komu 38 þúsund á miðvikudaginn og rúmlega 30 þúsund á laugardeginum fyrir páska.“ Sigrún segir að líklegt sé að sala annarra hafi áhrif á sölu Vínbúðanna, en segist ekki hafa upplýsingar um hvaða magn þeir séu að selja.

Mikil söluaukning hjá Sante

Arnar Sigurðsson eigandi sante.is segir að verslunin í vikunni fyrir páska hafi verið 10% meiri en fyrir ári. Sante.is er fyrsta vefverslunin með áfengi og fyrirtækið flytur sjálft inn vín. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK