Sáu rekstrarerfiðleikana ekki fyrir í Garðabæ

Almar Guðmundsson tók við sem bæjarstjóri í Garðabæ fyrir rúmu ári síðan. Þá renndi hann ekki grun að innan tíðar stæði hann frammi fyrir þörfinni á að hækka skatta á íbúa bæjarins.

„Maður áttaði sig kannski ekki á að við þyrftum að standa frammi fyrir mun flóknari ákvörðunum en maður áttaði sig á þar. En það eru mjög eðlilegar og skýrar ástæður þar að baki,“ segir Almar sem er gestur Dagmála að þessu sinni.

Gríðarlegur viðsnúningur

Hann bendir á að rekstrarhorfur sveitarfélagsins hafi snögglega breyst til hins verra þannig að nú er gert ráð fyrir að hallinn af rekstri A-hluta þess verði 83 milljónir króna á næsta ári. Til samanburðar var afkoman jákvæð um nærri 800 milljónir króna í fyrra.

Hann er í viðtalinu spurður út í hvort hann telji að hann hefði náð kjöri í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, og síðar orðið bæjarstjóri, ef hann hefði boðað skattahækkanir á íbúana eins og nú er reyndin. Svarið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Viðtalið í heild má sjá og hlusta á hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK