„Það munu allir lenda í greiðsluerfiðleikum“

Til hressilegra orðaskipta kom í nýjasta þætti Dagmála þar sem Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins ræddi ásamt Herði Ægissyni, ritstjóra Innherja við Stefán Einar Stefánsson, stjórnanda þáttarins. Barst talið m.a. að nýlegum ráðleggingum seðlabankastjóra þar sem fólki með stökkbreytt óverðtryggð húsnæðislán var bent á þann möguleika að endurfjármagna skuldir sínar með verðtryggðum lánum.

„Það munu allir lenda í greiðsluerfiðleikum,“ sagði Vilhjálmur og brást Hörður við með því að efast stórlega um þá fullyrðingu.

„Strákar, þið eruð þá bara ekkert í tengingu við venjulegt fólk. Ég er að tala við venjulegt íslenskt fólk og millitekjufólk og það er að lenda í gríðarlegum erfiðleikum,“ bætti þá verkalýðsforinginn við.

Í þættinum var farið vítt og breitt og skarst oftar en einu sinni í brýnu milli Skagamannanna tveggja, Harðar og Vilhjálms.

Hægt er að hlusta á og sjá þáttinn í heild sinni hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK